Færsluflokkur: Heilsufar og mannamein

Er kvikasilfur í þínum heilsujurtum...?

Það er ekki án áhættu að hella sér út í heilbrigt líferni og brúka alls kyns náttúrulækningameðul. Nýleg rannsókn í tímariti amereríska læknafélagsins, JAMA, hefur leit í ljós að allt að fimmtungur indverskra ayurvedic náttúrulyfja innihalda kvikasilfur, blý og arsenik en umrædd efni eru allt annað en heilsusamleg. Það sem verra er, ef marka má auglýsingar framleiðenda þá voru um 3/4 af þeim lyfjum er innihéldu þessi miður hollu efni framleidd samkvæmt "Good Manufacturing Practices" eða þeim gæðastöðlum er lagðir eru á framleiðslu náttúrulyfja í Bandaríkjunum (og fáir fara víst eftir...).

Að því að mér skilst þá er Þýskaland eitt af fáum löndum sem krefst þess að náttúrulyf séu framleidd samkvæmt ströngum gæðastöðlum og kannski er öruggast að kaupa slíkt þar.

Indverskt náttúrumeðal...


Lífshættuleg knattspyrna...

Þá hefur það fengist staðfest sem mig hefur lengi grunað og það er að jafnvel heima í stofu er maður ekki óhultur fyrir íþróttavánni. Ekki hefði mig grunað að fyrir tæpum tveimur árum síðan hefði ég verið í lífsháska. Og það í minni eigin stofu fyrir framan mitt eigið sjónvarpstæki. Glápandi á HM í sparkfimi.

Nú hafa vísindamenn þýskir komist að því að æstir áhorfendur þýska landsliðsins hafi verið tvöfalt líklegri til að hrökkva uppaf en ella þær stundir sem leikurinn stóð. Frá þessu er greint í tímaritinu New England Journal of Medicine í vikunni. Glæsilegt dæmi þess að einungis þarf góða hugmynd, aðgang að gagnabanka og nokkra tölfimi til að koma að grein í einu virtasta læknisfræðitímariti heimsins.

Og hvernig komust þýskir að þessu. Jú, þeir litu á tíðni hjartaáfalla í München þá daga sem þýska landsliðið spilaði og báru saman við tíðnina á sama tímabili árin 2005 og 2003 er hvorki var um að ræða HM eða EM. Viti menn, meira en tvöfaldar líkur á hjartaáfalli það tímabil er HM var í gangi. Nú vara þeir hjartveika við óhóflegum fótboltaæsingi...

     

On days of matches involving the German team, the incidence of cardiac emergencies was 2.66 times that during the control period

for men, the incidence was 3.26 times that during the control period and for women, it was 1.82 times that during the control period 

Conclusions Viewing a stressful soccer match more than doubles the risk of an acute cardiovascular event. In view of this excess risk, particularly in men with known coronary heart disease, preventive measures are urgently needed.
Ekki einu sinni skaða þeir sjálfa sig heldur áhorfendur líka...

 


FDA krefst þess að framleiðsla vítamína og fæðubótarefna fylgi gæðastöðlum...

Það er alveg stórmerkilegt að þrátt fyrir allt skriffinskubatteríið tengt lyfjum og lyfjaframleiðslu hér vestra, þá hafa framleiðendur vítamína og fæðubótarefna fram að þessu ekki þurft að fylgja neinum stöðlum við framleiðslu sinnar vöru. Nú kann að verða breyting á því en í síðustu viku samþykkti Matvæla- og Lyfjastofnun Bandaríkjanna (U.S. Food and Drug Administration) að herða verulega gæðaeftirlitsólina. Nú er ég ekki á móti fæðubótarefnum þó ekki neyti ég þeirra sjálfur. Ég er hins vegar á móti því að fólki sé selt kartöflumjöl í pilluformi, það kallað einhverju fínu nafni s.s. andoxunarefni, og selt á okurverði.

Þessi lög koma til af illri nauðsyn en upp hefur komist í vaxandi mæli um framleiðendur og seljendur slíkra efna sem ekki hafa einungis verið að selja gagnslaust dót heldur einnig blandað alls kyns óhroða í pillurnar.

The FDA said the new mandate is needed to ensure that products are free of contamination and impurities. Last year, the FDA found that some supplements contained undeclared active ingredients that are used in prescription drugs for erectile dysfunction. In the past, regulators found supplements that did not contain the levels of Vitamin C or Vitamin A that were claimed.

If, upon inspection, the FDA finds that supplements do not contain the ingredients they claim, the agency would consider the products adulterated or misbranded. In minor cases, the agency could ask the manufacturer to remove an ingredient or revise its label. In more serious cases, it could seize the product, file a lawsuit or seek criminal charges.

Heimild: Washington Post

Það er sjálfsagt að maður fái 10g af þurrkuðum leðurblökuvængjum ef maður borgar fullt verð fyrir 10g af þurrkuðum leðurblökuvængjum.

Sérfræðingur í þessum málum sagði mér að einungis skyldi kaupa slík efni frá Þýskalandi því þar þurfa framleiðendur fæðubótarefna að líta sömu lögum og framleiðendur lyfja, þ.e. sjá til þess að belgirnir innihaldi það sem þeir eiga að innihalda. Hvernig skyldi þessum málum háttað á Íslandi?

Hvað skyldi vera í þessum belgjum...? 


Ítroðsla ómetis og auglýsinga...

Það vakti athygli í fréttum hér vestra í síðustu viku er niðurstöður rannsókna á ruslfæðisauglýsingum í barnasjónvarpi voru birtar. Rannsókn þessi sem framkvæmd var af Kaiser Family Foundation og University of Indiana sýndi það svart á hvítu að blessaðir krakkaormarnir eru bombarderaðir með auglýsingum um kaloríuhlaðið ruslfæði. Þetta kemur svo sem engum á óvart en er vissulega umhugsunarefni í landi þar sem offita barna er vaxandi vandamál (sem einnig virðist vera vandamál á Íslandi). Þeir krakkar sem mest glápa á sjónvarp, þ.e. börn á aldrinum 8-12 ára, munu sjá um 21 auglýsingu á dag eða sem nemur 7600 auglýsingum á ári. Ég get fullvissað ykkur um að ekki er um að ræða auglýsingar á léttmjólk og nýjum gulrótum... Þetta er í samræmi við fyrri rannsókn Institute of Medicine á sama vandamáli (já, ég sé þetta sem stórt og feitt vandamál).

Children 8 to 12 years old watch the most — an average of 21 food ads a day, or more than 7,600 a year, according to the study, released Wednesday by the non-profit Kaiser Family Foundation and conducted with researchers at Indiana University.

The researchers said about a third of commercials aimed at children and teens tout candy and snacks -- fare that is often high in fat and added sugar.

According to the report, on a typical day the average American child aged 8-12 sees:

  • 5 ads for candy and snacks
  • 4 for fast food
  • 4 for soft drinks, including soda
  • 3 for cereal
  • 2 for restaurants
  • 1 for prepared foods
  • 2 for dairy, water and 100% juices, meat, grains, vegetables, or fruit, combined

Another major report on this topic, released in December 2005 by the Institute of Medicine, said that more than $10 billion a year is spent to market foods and beverages to children, mostly for products not considered nutritious. The report called for sweeping changes in the marketing of foods and beverages to children.

"We now have data that conclusively shows kids are seeing an overwhelming number of ads for unhealthy food on all types of TV shows," Sen. Tom Harkin (D-Iowa) said in a statement. "The 'childhood obesity epidemic' isn't just a catchphrase; it's a real public health crisis."

Tilvitnanir að ofan eru frá USA Today, Washington Post og WebMD

Er ekki mál að linni? Nú er ég nokkur andstæðingur forræðishyggju, allavega ef er um að ræða athæfi sem ekki spillir heilsu annarra en þeirra sem athæfið stunda, en er ekki stundum talið rétt að hafa vit fyrir börnum? Augljóslega er ekki hægt að reiða sig á matvælaiðnaðinn eða foreldra. Hér þarf sennilega að koma til afturhalsdssinnuð og rússnesk handstýring en ef það er það sem ég þarf að sætta mig við til að koma í veg fyrir að börnin mín rúlli í spikinu niður Laugaveginn þá segi ég eins og kaninn: "Bring it on!"

Þátttakandi í rannsókninni...?


Þá er komin lækningin við reykingafíkninni - bara að fá heilablóðfall...

Heilinn er margslunginn og starfsemi hans verður sennilega seint skilin til fulls. Nú hafa vísindamenn frá Kaliforníu og mínu gamla alma mater, University of Iowa, fundið það út að heilablóðfall sem orsakar drep á völdum stað í heilanum, getur drepið löngun manna í sígarettur. Þessu er sagt frá í Science sem og í NY Times

Scientists studying stroke patients are reporting today that an injury to a specific part of the brain, near the ear, can instantly and permanently break a smoking habit. People with the injury who stopped smoking found that their bodies, as one man put it, “forgot the urge to smoke.”

“There’s a whole neural circuit critical to maintaining addiction, but if you knock out this one area, it appears to wipe out the behavior,” said Dr. Antoine Bechara, a senior author of the new paper, who is a neuroscientist at the Brain and Creativity Institute at U.S.C. His co-authors were Dr. Hanna Damasio, also of U.S.C., and Nasir Naqvi and David Rudrauf of the University of Iowa.

Tekið er fram að rannsóknin sé lítil og ekki hægt að alhæfa út frá þetta fáum sjúklingum og vonandi verður hægt að brúka þessa þekkingu mönnunum til góðs einhvern daginn. Manni finnst það svona fulldrastískt að þurfa að fá heilablóðfall til að geta hætt að reykja.

 Annars gerðu Rússar (og reyndar Bandaríkjamenn einnig) talsvert af því að skemma heilastöðvar í "lækningalegum" tilgangi hér áður fyrr. T.d. var reynt að afglæpa glæpamenn með að hræra í framheilanum með e.k. eggjaþeytara sem stungið var upp í nefið og uppí heila (svo nokkuð sé nú ýkt í frásögnum...). António Egas Moniz hinn portúgalski var faðir þeirra aðgerða og það er interressant að einn af höfundum greinarinnar, hún Hanna Damasio, sem áður var ásamt bónda sínum Antonio, prófessor við U of Iowa, er einnig frá Portúgal. Meira um þessa skelfilegu heilaaðgerðir síðar...

Þeim sem vilja fræðast frekar um þessháttar innankúpu- og heilakrukk er samt bent á hina frábæru bók Jack El-Hai, The Lobotomist: A Maverick Medical Genius and His Tragic Quest to Rid the World of Mental Illness.


Tortímandi leggur til atlögu við meingallað heilbrigðiskerfi

Nú mega menn fara að gæta sín. Tortímandinn sjálfur sem upp á ensku hefur verið kallaður The Terminator en gegnir nafninu Schwarzenegger Ríkisstjóri á tyllidögum, hefur lagt til atlögu við heilbrigðiskerfi Kaliforníu. Hyggst hann snúa öllu á hvolf og jafnvel sinna þeim er minna mega sín. Öðru vísi mér áður brá. Ekki hefi ég enn nennt að setja mig inn í þessar breytingar enda ekki mitt heimahérað og ég þess utan svo heppinn að vinna á stofnun sem lætur sér annt um starfsfólk sitt og sér þeim fyrir almennilegum heilsutryggingum. Stór hluti Bandaríkjamanna, alltof stór hluti, er ekki svo heppinn og Kalifornía hefur ekki farið varhluta af þeirri ólukku að sitja uppi með gríðarlegan fjölda ótryggðra, ekki síst vegna aragrúa ólöglegra innflytjenda, en einn fimmti íbúa ríkisins er án trygginga. 

"Schwarzenegger's plan, which he publicly unveiled at noon, would require employers with 10 workers or more to buy insurance for their workers or pay a fee of 4% of their payroll into a program to help provide coverage for the uninsured."

Augljóslega munu framkvæmdir sem þessar kosta sitt og líklegt er að margur muni setja sig upp á móti þessum áformum. Meðal annars mun ætlast til að vinnuveitendur, læknar og sjúkrahús beri hluta kostnaðarins ef marga má fréttaskýringar New York Times

"The plan, which Mr. Schwarzenegger estimated would cost $12 billion, calls for many employers that do not offer health insurance to contribute to a fund that would help pay for coverage of the working uninsured. It would also require doctors to pay 2 percent and hospitals 4 percent of their revenues to help cover higher reimbursements for those who treat patients enrolled in Medi-Cal, the state’s Medicaid program."

Við fyrstu sýn virðast þessi áform hreint ekki galin og er það mér til nokkurrar hissu að komast að því að ég geti stundum verið sammála Repúblíkönum. Jæja, ég er nú sosum ekki búinn að lesa mér nægilega til...

 Hver leggur þó í Tortímandann er hann er kominn í ham...?

Arnold-Schwarzenegger---The-Terminator--C10104138

 

Hasta la vista, baby!

Stofnun ræktar nýja tegund stofnfrumna

Vísindamenn hafa fundið enn eina aðferð til ræktunar stofnfrumna og þetta sinnið aðferð sem ekki krefst þess að fósturvefur sé notaður til framleiðslunnar heldur frumur er finnast á sundi í legvatninu. BBC segir frá þessu en líklegt er að þetta verði síður til að styggja ofsatrúarmennina sem Bush hefur plantað í yfirmannstöður virtra heilbrigðisstofnana hér vestra (sem verður vonandi senn skolað út). 

"Researchers successfully extracted the [stem]cells from the fluid that fills the womb in pregnancy and then grew them in lab experiments."

Ekki veit ég nú hversu fýsilegur þessi kosturinn er en ekki er áhættulaust að safna slíkum vökva. Kannski verður þó hægt að safna legvökvanum við fæðingu og brúka úr honum stofnfrumur til lækningar mannameina.

Annars er það ekki traustvekjandi er fréttamennirnir geta ekki einu sinni fari rétt með staðsetningu háskólans sem vann þessa vinnu. Síðast er ég vissi var Wake Forest University School of Medicine í Norður Karólínu en ekki Texas en vera má að hann hafi verið fluttur um helgina...

Hah...! Leit á BBC vefinn nokkrum mínútum seinna og nú er búið að flytja Wake Forest aftur til N. Karólínu. Jafnvel BBC (og ekki bara mogganum) getur orðið á í mysunni...

  


Hóflega drukkið vín og mannsins hjarta...

Hurru læknir! Geturðu skrifað uppá eina flösku af rauðu fyrir mig?

Fer þetta að verða sjálfsögð krafa sjúklinga? Maður spyr sig eftir allt þetta flóð vísindagreina sem renna stoðum undir þá kenningu að hóflega drukkið áfengi gleðji og styrki mannsins hjarta. Eins og fjölmiðlar og aðrir bloggarar hafa bent á þá birtist grein í tímaritinu Annals of Internal Medicine þessa vikuna sem leiddi líkur að því að hófdrykkja karlmanna með of háan blóðþrýsting verndaði þá fyrir hjartaáföllum (bráðakransæðastíflu). Ekki var þó að sjá áhrif á dauðsföll almennt eða dauðsföll af völdum hjartasjúkdóma sem gerir það eilítið erfiðara að ráða í þýðingu þessarar rannsóknar. Í þessari sömu viku birtist svo önnur rannsókn sem komst að svipaðri niðurstöðu en þar kom í ljós að hófdrykkja dró úr hættu á hjartabilun meðal karlmanna (sem reyndar allir voru læknar). Áður hefur birst fjöldi viðlíka rannsókna sem frekar styrkja kenninguna um heilsubætandi áhrif áfengis.

Þessar tvær síðustu rannsóknir virðast vel unnar og vandlega og byggðust á upplýsingum fengnum frá þúsundum karlmanna. Alltaf er þó ákveðin hætta á skekkjum í rannsóknum sem reiða sig á upplýsingar um neysluvenjur fólks en hinn mikli fjöldi þeirra er í rannsókninni voru dregur vonandi úr slíkum skekkjum. Ekki er þó víst hvort færa megi þessar niðurstöður yfir á aðra þjóðfélagshópa (s.s. konur) en vafalítið hljóta menn einnig að vera að rannsaka hvort svo megi gera þó ég viti ekkert um það. Það verður þó að teljast varasamt að mæla með þessu sem heilsuvernd þar eð hætta er á að menn kunni sér ekki hóf og eitt glas verði að tveimur og síðan þremur og síðan verði ákveðið að tæma helv. flöskuna því ekki má vínið fara til spillis. Þá er hætt að heilsuverndin fari fyrir lítið. Annars er Annals með fína samantekt handa leikmönnum sem ekki fást við svona rannsóknir dagsdaglega.

Sem sagt athyglisverðar niðurstöður - en við vitum ekki hvernig berst er að brúka þær og skál fyrir aukinni þekkingu á þessum sviðum...

Wine%20glasses


Pöddur gegn kveisu...

Er enn að spá í ungbarnakveisu og hnaut um þessa frétt. Hverjum hefði dottið í hug að með því að gefa börnum bakteríusull mætti draga úr kveisu? Þetta þarf svo sem ekki að koma ógurlega á óvart því að lengi hefur verið áhugi á notkun s.k. probiotic baktería til lausnar ýmiskonar iðrameina. Probiotic bakteríur eru nefnilega iðravænar 

Nú, ítalskir reyndu að dæla þessu í organdi smábörn. Notuðu til þess bakteríuna Lactobacillus reuteri (ekki er mér kunnugt um skyldleika við Reuters fréttastofuna en ætla má að þeir hafi flutt af þessu fréttir). L. reuteriBörnum var af handahófi (randomized) gefin ýmist bakterían góða eða simethicone sem hefur lengi þótt gagnast þessum kvilla (þó sumar rannsóknir segi það vita gagnslaust). Skemmst er frá því að segja að börnin sem fengu bakteríuna orguðu minna en hin en orguðu nú samt heil ósköp. Mér sýnist að þarna hafi verið vel að verki staðið og viðhöfð vísindaleg vinnubrögð. Nú veit ég ekkert hvort aðrar probiotic bakteríur s.s. þær er finnast í íslenskum mjólkurvörum, gera sama gagn en ekki skyldi átómatískt álíta að sú sé raunin. Hver veit nema maður hafi upp á umræddri bakteríu og helli í dótturina ef hún verður áfram óvær.

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband