Færsluflokkur: Menning og listir

VOOM...

Alveg sá ég sérlega skemmtilega listsýningu í dag. Um var að ræða sýningu Robert Wilson, VOOM Portraits. Nú vissi ég lítið um téðan Wilson fyrir sýninguna en ég veit eilítið meira nú. Kauði hefur víða komið við.

Sýningin er hin sérkennilegasta og er í formi stuttra myndbandslykkja af frægum einstaklingum þar sem þeir koma fyrir við undarlegustu athafnir og segja má að vissulega sé um portrett að ræða. Viðfangsefnið er næsta kyrrt fyrir utan smávægilegar hreyfingar af og til, s.s. auga er blikkað eða fingur hreyfðir . Með þessu er spiluð undarleg tónlist eða margvísleg hljóð. Þarna má sjá þekkta einstaklinga í öðrum hlutverkum s.s. Brad Pitt, Isabellu Rossellini og Willem Dafoe. Sumum spírunum hefur þótt miður að sýningin sé kostuð af háskerpusjónvarpsstöðinni HD Voom og sýni aðallega frægt og fallegt fólk.

Það pirraði mig ekki snifsi og naut ég sýningarinnar í botn og sýndist mér 15 mánaða dóttir mín ekki skemmta sér síður en hún var þó hrædd við Willem Dafoe (en hræddist ekki Peter Stormare - hún hefur sko ekki séð Fargo...).

Allra bestur var Steve Buscemi í súrrealískum slátrarastellingum.

Buscemi og kjetið...

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og svo að lokum fyrir stelpurnar - - Brad Pitt á nærunum... 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband