Færsluflokkur: Smáfólk

Dolly Parton og bækurnar

Á dauða mínum átti ég von en ekki því að Dolly Parton gæfi dótturinni bækur. Jæja, það er nú ekki eins og hún hafi bankað uppá hér á Fyrsta Stræti og hent inn bókum heldur er hún svona óbeint þess valdandi að bætast mun í bókasafn heimilisins. Fáir vita að Dolly er mikil hugsjónamanneskja er kemur að bóklestri barna og hefur með hjálp Dolly Parton's Imagination Library stuðlað að því að mörg börn hafa eignast barnabækur sem annars hefðu engar slíkar eignast. Fyrir tilstilli Imagination Library og góðgerðarsamtakanna United Way í mínu heimahéraði þá mun dóttirin fá senda eina bók á mánuði til fimm ára aldurs. Nú veit ég ekki hvort aðrar sýslur séu jafn rausnarlegar en nú þegar njóta börn meira en 500 sýslna í meira en 30 ríkjum Bandaríkjanna og Kanada þessa munaðar.

Hverjum hefði dottið þetta í hug? Kudos to Dolly Parton eins og maður myndi segja hér fyrir westan.

 

Kannski að börnum þyki hún Dollý búsældarleg auk þess að vera gjafmild...


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband