Er líffræðilegur munur á Repúblíkönum og Demókrötum...?

Já, kannski...

Það var merkileg rannsókn birt í Science í vikunni. Rannsókn sem styður það að áhangendur mismunandi stjórnmálaflokka kunni að vera mismunandi á fleiri sviðum en því pólitíska. Því miður er greinin í fullri lengd læst með lykilorði en sem er ver og miður þar sem hún er hin áhugaverðasta og vildi ég gjarnan geta límt hana hér inn.

Vísindamenn í Nebraska höfðu samband við 46 manns og spurðu um stjórnmálaskoðanir ásamt því að leggja fyrir þá spurningalista um ýmis mál er verið hafa í deiglunni s.s. varnarmál, fóstureyðingar, innflytjendur og réttindi samkynhneigðra. Þannig fengust góðar upplýsingar um hvort viðkomandi var "conservative" eða "liberal". Að þessu loknu voru þáttakendur látnir horfa á allskyns myndir, bæði ógnvænlegar og ekki ásamt því að þeir voru áreittir með mismunandi háværum hljóðum. Meðan á þessu stóð voru mæld alls kyns líkamsviðbrögð til að meta hvernig líkamunn svaraði mismunandi áreitum.

First, they were attached to equipment to measure skin conductivity, which rises with emotional stress as the moisture level in skin goes up. Each participant was shown threatening images, such as a bloody face interspersed with innocuous pictures of things such as bunnies, and rise in skin conductance in response to the shocking image was measured. The other measure was the involuntary eye blink that people have in response to something startling, such as a sudden loud noise. The scientists measured the amplitude of blinks via electrodes that detected muscle contractions under people's eyes.

The researchers found that both of these responses correlated significantly with whether a person was liberal or conservative socially. Subjects who had expressed a high level of support for policies "protecting the social unit" showed a much larger change in skin conductance in response to alarming photos than those who didn't support such policies. Similarly, the mean blink amplitude for the socially protective subjects was significantly higher, the team reports in tomorrow's issue of Science. Co-author Kevin Smith says the results showed that automatic fear responses are better predictors of protective attitudes than sex or age (men and older people tend to be more conservative).

Annars útskýrir Washington Post þetta betur en ég get gert. Niðurstaðan er kannski ekki sú að Repúblíkanar og Demókratar séu mismunandi saman settir (eins og nokkuð villandi titill færslunnar gæti gefiið til kynna) heldur sú að fólki með konserfatífar skoðanir virðist bregða frekar en hinum sem meira líberal eru sú þeim sýndar myndir eða útsettir fyrir hljóðáreiti. Eða er þetta kannski á hinn veginn, þ.e. þeir sem eru að eðli sínu tortryggnir og bregður frekar séu líklegri til að hafa konservatífar skoðanir (og þá líklegri til að kjósa Repúblíkana...).

Kannski er eitthvað til í frasanum politics of fear...

 

Repúblíkani...?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband