Meira að segja herinn er búinn að fá nóg

Vafalítiðverður að líta aragrúa fréttaskýringa og bloggfærslna í kjölfar nýafstaðinnar ræðu Bush um óöldina í Írak og áform hans um að senda þangað fleiri hermenn. Verulega mun vera gengið á "forða" hermanna og það hefur m.a. verið bent á af öðrum bloggurum. Einn flötur sem kannski hefur ekki fengið jafn mikla athygli og hinn þverrandi stuðningur almennings er minnkandi stuðningur bandarískra hermanna við bröltið í Írak. Nýlega var birt könnun á MilitaryCity.com en það er eitt málgagn bandarískra hermanna. Þar kom greinilega fram að meðal þeirra hermanna sem eru "on the ground" fer stuðningurinn við stríðið óðum þverrandi.

For the first time, more troops disapprove of the president’s handling of the war than approve of it. Barely one-third of service members approve of the way the president is handling the war, according to the 2006 Military Times Poll.

When the military was feeling most optimistic about the war — in 2004 — 83 percent of poll respondents thought success in Iraq was likely. This year, that number has shrunk to 50 percent.

Only 35 percent of the military members polled this year said they approve of the way President Bush is handling the war, while 42 percent said they disapproved.

.

The poll has come to be viewed by some as a barometer of the pro fessional career military. It is the only independent poll done on an annual basis. The margin of error on this year’s poll is plus or minus 3 percentage points.

Það þarf ekki að taka það fram að stuðningur bandarísks almennings er minni en stuðningur hermannanna. Þó munu fleiri hermenn enn ekki, enn vera hliðhollir Bush þó meirihluti sé andsnúinn eða svartsýnn er kemur að Íraksstríðinu. Líklegt er að sá stuðningur þverri enn meira og ég veit að margir liðsmenn National Guard eru orðnir verulega uggandi um að forsetinn brúki þá sem fallbyssufóður eða uppfyllingarefni vegna þeirra gerræðislegu fyrirætlana hans um að auka herliðið í Írak. Einhversstaðar verður að fá slíkt fóður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband