Af hverju getur fólk ekki bara drukkið venjulegt kaffi?

Alltaf sama ergelsið á Starbucks. Maður er í tímaþröng, vansvefta, of seinn á fund og vantar bara einn andsk. f*#%%ng kaffibolla og þá eru alltaf fimmtán manns á undan manni sem vilja Frappucino Skim Latte en samt með half-soy og bara einum fjórða af gervirjóma og dash af sýrópi af torkennilegri bragðtegund. Svo er borgað með korti og biðin lengist og maður engist - um af ergelsi.

Ég fer hér með fram á speed-line á Starbucks fyrir nútímamann í tímaþröng. Nútímamann sem ekki hefur tíma eða geð til að bíða eftir að 15 aðrir láti baristann malla oní sig 1500 kaloríu sykursýurópskaffileðju. Nútímamann sem drekkur svart kaffi án sýróps og rjóma og súkkulaðispóna - og borgar með cash...

Er það til of mikils ætlast...?

Alvöru kaffidrykkjumaður


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Mæli með Jónsbúð hér á Reykhólum. Þar er aðeins ein sort af kaffi - engin bið. Ekki borgað með korti því kaffið er frítt.

Hlynur Þór Magnússon, 25.1.2007 kl. 00:30

2 Smámynd: Þorvarður Ragnar Hálfdanarson

Gott er að heyra. Held ég skelli mér í holtið næstu dagana og fái mér einn bleksvartan hjá Kötu minni. Þarf að brjóta til mergjar ræðu hvítahússapans. Kem svo í Jónsbúð síðar - og drekk hina einu sort, vonandi með þér, Hlynur. Annars minnist ég þess er ég héraðslæknaðist á Patró, að þar var boðið upp á frítt kaffi í heita pottinum í laug Patreksfirðinga.

Þorvarður Ragnar Hálfdanarson, 25.1.2007 kl. 02:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband