Fjölgun hægrisinnaðra háskólanema í Bandaríkjunum...

Athyglisverð grein í Adbusters. Það virðist sem íhaldssamir hægrimenn sæki í sig veðrið innan hinna frjálslyndu háskóla Bandaríkjanna. Þetta þykja mér nokkur tíðindi en reyndar er ekkert nema gott um það að segja að ungt fólk deili um stjórnmálaskoðanir. Það sem verra er, er það ef stjórnvöld ætla að  fara að skipta sér af því hvernig háskólakennarar haga sér en sumum hefur fundist að þeir séu helst til liberal og spilli ungviðinu með undarlegum hugmyndum s.s. hugmyndum um almennar heilbrigðistryggingar og skerðingu á hernaðarbrölti. Það verður gaman að upplifa þetta frá hinum endanum þar sem maður verður innan skamms orðinn hluti af kennaraliði stórs og frekar liberal ríkisháskóla. Maður þarf greinilega að passa hvað maður segir í kennslunni.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband