Kári og DeCode í fréttum hér vestra...

Nokkuð hefur borið á Kára okkar Stefánssyni í blöðum hér ytra síðustu dagana og er tilefnið það að hans ágæta gengi hjá DeCode birti grein í Science um erfðir og áhættu á hjartasjúkdómum og geri aðrir betur. Það er erfitt að toppa Science. Bæði NYT og Boston Globe hafa um þetta frétt en reyndar er ekki einungis verið að fjalla um DeCode því aðrir vísindamenn birta svipaðar rannsóknir í sama blaði. Hver veit nema hægt verði að brúka þessa vitneskju til að spá fyrir um hverjir fái hjartasjúkdóm síðar meir. Svo er reyndar spurninginn hvort fólk sé einhverju bættari með þá vitneskjuna en lengi má deila um það hvort slík vitneskja er einstaklingum til góðs. 

Hvað sem öllu líður þá ber að óska Kára og hans ágætu vísindamönnum til hamingju með sérlega vel unna vinnu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband