Meira um almenningssalernadólginn Larry Craig...

Fjölmiðlar hér vestra sem og vandaðir íslenskir bloggarar hafa úr miklu að moða þessa dagana en í dag sagði salernisdólgurinn og öldungadeildarþingmaður repúplíkana, Larry Craig, af sér eftir að upp komst um að hann hafði reynt við dulbúinn löggumann á klósetti á flugvellinum í Minneapolis. Mér er sosum slétt sama hvað fullorðir karlmenn aðhafast á klósettum flugvalla svo lengi sem ég get gengið örna minna í friði. 

Eitt af því kómíska við þetta er að umræddur öldungadeildarþingmaður hefur alltaf haft horn í síðu samkynhneigðra og á m.a. þátt í því að bandaríska hernum væri stætt á því að reka hermenn sem viðurkenndu samkynhneigð sína en slíkt hefur verið gert oftar en einu sinni. Það er því ljóst að væri Craig í hernum, yrði hann nú að taka pokann sinn og það vegna reglugerðar sem hann sjálfur studdi af ákafa.

Annars glotti ég með mér um daginn er ég var látinn þreyta einn af óteljandi "online modules" háskólans en slíkt þurfa nýir starfsmenn oft að gera og er þá um að ræða e.k. kúrsa í góðum rannsóknaraðferðum og skynsamlegri hegðun. Á einni síðunni var vitnað í bók sem út kom 1970 en hefur vafalítið gengið í endurnýjun lífdaga eftir að Craig var böstaður á flugvallarklósettinu. Bókin heitir Tearoom Trade: Impersonal Sex in Public Places og er eftir félagsfræðinginn Laud Humphreys og fjallar um nákvæmlega það sem Craig var að gera á salerninu um daginn. Ætla má að Craig hafi lesið bókina og sótt sér þangað ráð en ekki gert ráð fyrir að reyna óvart við lagana vörð.

Annars finnst mér nú frekar lítilmannlegt af löggunni að grípa karlmenn í karlaleit svona glóðvolga á almenningssalernum og finnst að hún ætti frekar að elta uppi glæpamenn og óþjóðalýð.

Er þessi á náttborðinu hjá Craig?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband