Halloween and frightening (political?) figures...

Þá er næstum komið að Halloween. Eins gott að maður birgi sig upp af nammigotti til að geta gefið krakkaormunum í hverfinu. Hef lent í því endurtekið að eiga ekkert nammi (þ.e. gleyma að kaupa) og hef þ.a.l. slökkt öll ljósin heima og falið mig uppá lofti því fátt er verra en að koma til dyra nammilaus og sjá vonbrigðasvipinn á þessum greyjum er maður sýnir tómar lúkurnar.

Vinnustaður minn hefur formlega blásið til búningakeppni sem sosum er ekki til frásagnar nema af því að þeir hafa gefið út leiðbeiningar um búninga. Þ.e.a.s. hvaða búningar eru æskilegir og hverjir ekki og augljóst er að þeir vilja firra sig neyðarlegum uppákomum enda virðuleg háskólastofnun. Nokkur atriði á bannlistanum vöktu athygli mína, s.s.

  • Masks or other full face coverings that cause staff to be unrecognizable;
  • Costumes depicting monsters, death, controversial political figures or other frightening characters;
  • Items resembling guns or weapons;
  • Costumes which promote harmful stereotypes, including those on the basis of race, creed (religion), color, national origin, age, sex, disability, sexual orientation, gender identity;
  • Costumes that are of a revealing nature that would not be considered acceptable under normal work circumstances;
  • Unclean or soiled clothing items not in keeping with hospital epidemiology guidelines.

Kannski ekki svo vitlaust að hafa svona lista enda vinna hér menn og konur af öllum trúarbrögðum og sexúel óríentasjónum og rétt að taka tillit til allra. Best er þó að þeir hafa saman "controversial political figures or other frightening characters" og í þeirri setningunni eru einnig "monsters" og "death". Nú er þetta frekar liberal bær og ekki sérlega hallur undir sitjandi stjórn og ég velti því fyrir mér hvort um sé að ræða dulin skilaboð...

 

Monster eða frightening political figure...?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kannski ekkert svo "dulin" þessi skilaboð. Hvaða ópólitíska, kynlausa, hreina, ekki-skrýmsli varst þú?

Viðar (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 09:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband