Lífshættuleg knattspyrna...

Þá hefur það fengist staðfest sem mig hefur lengi grunað og það er að jafnvel heima í stofu er maður ekki óhultur fyrir íþróttavánni. Ekki hefði mig grunað að fyrir tæpum tveimur árum síðan hefði ég verið í lífsháska. Og það í minni eigin stofu fyrir framan mitt eigið sjónvarpstæki. Glápandi á HM í sparkfimi.

Nú hafa vísindamenn þýskir komist að því að æstir áhorfendur þýska landsliðsins hafi verið tvöfalt líklegri til að hrökkva uppaf en ella þær stundir sem leikurinn stóð. Frá þessu er greint í tímaritinu New England Journal of Medicine í vikunni. Glæsilegt dæmi þess að einungis þarf góða hugmynd, aðgang að gagnabanka og nokkra tölfimi til að koma að grein í einu virtasta læknisfræðitímariti heimsins.

Og hvernig komust þýskir að þessu. Jú, þeir litu á tíðni hjartaáfalla í München þá daga sem þýska landsliðið spilaði og báru saman við tíðnina á sama tímabili árin 2005 og 2003 er hvorki var um að ræða HM eða EM. Viti menn, meira en tvöfaldar líkur á hjartaáfalli það tímabil er HM var í gangi. Nú vara þeir hjartveika við óhóflegum fótboltaæsingi...

     

On days of matches involving the German team, the incidence of cardiac emergencies was 2.66 times that during the control period

for men, the incidence was 3.26 times that during the control period and for women, it was 1.82 times that during the control period 

Conclusions Viewing a stressful soccer match more than doubles the risk of an acute cardiovascular event. In view of this excess risk, particularly in men with known coronary heart disease, preventive measures are urgently needed.
Ekki einu sinni skaða þeir sjálfa sig heldur áhorfendur líka...

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband