Er þessi McCain eitthvað farinn að kalka...?

Mér var bent á undarlega úrklippu af viðtali við McCain fyrr í vikunni. McCain var í útvarpsviðtali við spánska fréttakonu og hann var m.a. spurður hvort hann hefði í hyggju að funda með forsætisráðherra Spánar José Luis Rodríguez Zapatero. Þegar hlustað er á viðtalið hér að neðan þá er augljóst að McCain er gersamlega úti að aka og virðist ekki hafa hugmynd um hver Zapatero sé þó að þeir tveir hafis hist áður. Það virðist sem að hann haldi að um sé að ræða einhvern Suður-Amerískan einræðisherra. Er þetta virkilega maðurinn sem við viljum að taka ákvarðanir fyrir Bandaríkin í utanríkismálum? Ekki er að vænta mikillar hjálpar frá Palin á þessu sviðinu þó svo á góðum degi hún telji sig sjá yfir til Rússlands... Augljóslega kom Zapatero McCain ekki spánskt fyrir sjónir...

Ég bað samstarfskonu mína að hlusta á viðtalið og allt sem hún gat sagt var: "Man, that's one bizarre interview".

 

Til að auka enn frekar á áhyggjur mínar þá sá ég þessa tilvitnun frá McCain varðandi heilbrigðistryggingakerfið í BNA sem tekin er úr nýlegri grein eftir hann (rakst á tilvísun í greinina á NYT og TPM).

Opening up the health insurance market to more vigorous nationwide competition, as we have done over the last decade in banking, would provide more choices of innovative products less burdened by the worst excesses of state-based regulation.

Þessi setning er athyglisverð í ljósi nýliðinna atburða á Wall Street... Er þessi maður í lagi...?

 

Að lokum: Hvað mun McCain - Palin stjórnin kallast?

 

Svar: McPain.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband