Palin hélt sjó, talaði mikið en sagði lítið...

Vafalítið munu menn deila næstu daga um hver stóð sig betur, Palin eða Biden. Sannast sagna þá var ekki sérlega mikið ket á beinum þessarar kappræðu frambjóðenda. Biden hélt aftur af sér, hélt tungunni í skefjum og klúðraði engu. Virkaði þó þurr á köflum. Palin stóð sig betur en búist var við sem var ekki erfitt því að eftir skelfilega frammistöðu hennar Hjá Katie Couric þá bjóst ég við 90 mínútna kjánahrolli. Það er þó ljóst að Palin er kona lítilla sæva og lítilla sanda.

Biden var mun rökfastari og svaraði spurningum Ifill ólíkt Palin sem dró reynslu sína frá Alaska inn í nær allt sem spurt var um og forðaðist í lengstu lög að svara óþægilegum spurningum og reyndar spurningum yfir höfuð. Hennar hluti byggðist mikið á æfðum frösum (sem hún flutti nokkuð fumlaust og vel) og hún reyndi meira að segja "there he goes again" trikk Ronald Reagan en með mun tilþrifaminni árangri en the Gipper. Þess utan reyndi hún endalaust að selja sig og Palin sem mavericks þegar sagan sýnir allt annað og faktískt jarðaði Biden það vel.

Palin vann kannski varnarsigur en hún tapaði kappræðunum þrátt fyrir það. Þetta var eins og að horfa á uppáhaldsfótboltaliðið manns tapa 4:1 þegar maður bjóst við 14:2 tapi og prísa sig svo sælann eftir leikinn að ekki fór verr.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband