Stofnun ræktar nýja tegund stofnfrumna

Vísindamenn hafa fundið enn eina aðferð til ræktunar stofnfrumna og þetta sinnið aðferð sem ekki krefst þess að fósturvefur sé notaður til framleiðslunnar heldur frumur er finnast á sundi í legvatninu. BBC segir frá þessu en líklegt er að þetta verði síður til að styggja ofsatrúarmennina sem Bush hefur plantað í yfirmannstöður virtra heilbrigðisstofnana hér vestra (sem verður vonandi senn skolað út). 

"Researchers successfully extracted the [stem]cells from the fluid that fills the womb in pregnancy and then grew them in lab experiments."

Ekki veit ég nú hversu fýsilegur þessi kosturinn er en ekki er áhættulaust að safna slíkum vökva. Kannski verður þó hægt að safna legvökvanum við fæðingu og brúka úr honum stofnfrumur til lækningar mannameina.

Annars er það ekki traustvekjandi er fréttamennirnir geta ekki einu sinni fari rétt með staðsetningu háskólans sem vann þessa vinnu. Síðast er ég vissi var Wake Forest University School of Medicine í Norður Karólínu en ekki Texas en vera má að hann hafi verið fluttur um helgina...

Hah...! Leit á BBC vefinn nokkrum mínútum seinna og nú er búið að flytja Wake Forest aftur til N. Karólínu. Jafnvel BBC (og ekki bara mogganum) getur orðið á í mysunni...

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband