Hvernig hengja á mann svo hausinn haldist á

Ekki datt manni í hug að Írakar gætu klúðrað aftökum ráðamanna enn frekar. Ekki byrjaði það vel með aftöku Saddams og versnaði heldur er hausinn fauk af hálfbróður Saddams hér um daginn eftir að menn höfðu misreiknað eitthvað lengdina á reipinu, fallþunga hálfbróðurins og kannski eitthvað fleira. Um þetta ræðir NYT nokkuð ítarlega og vitnar þar í leiðbeiningar ameríska hersins, "Procedure for Military Executions" frá 1947. Á síðu 14 er að finna töflu um hæfilega lengd reipis miðað við þyngd þess er hengja á. 

...Determine the proper amount of drop of the prisoner through the trap door. A standard drop chart for normal men of given weights is given below. Variation of the drop because of physical condition may be necessary. A medical officer should be consulted to determine whether any factors, such as age, health, or muscular condition will affect the amount of drop necessary for a proper
execution....

Fyrir aftöku er mælt með að spilaður sé Dauðamars en að lokinni aftöku er síðan mælt með að viðstödd hljómsveit leiki gleðilag.

The escort will then proceed toward the scene of the execution, the band playing the "Dead March."

Upon the pronouncement of the death of the prisoner, the escort, with the band playing a lively air, will return to the parade ground and be dismissed.

Svona segir herinn til um framkvæmt henginga. Það er annars merkilegt hvað stjórnvöld eru reiðubúin til að setja af gömlum skjölum og "manúölum" hersins á vefinn. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Merkilegt? Oft var þörf en nú er nauðsyn.

Hlynur Þór Magnússon, 17.1.2007 kl. 06:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband