Sinfóníur Prókófíevs og löngunin til að skalla einhvern...

Það er hægt að fá overdose af Prókófíev. Ég segi það satt. Búinn að eyða síðustu dögum í að slá skraufþurrar upplýsingar í gagnabanka sem ég er að útbúa, akademískum framgangi mínum til framdráttar (vonandi...). Varð ergilegri og ergilegri þrátt fyrir gnótt kaffis. Skildi lítt hvað olli. Var reyndar búinn að þræla mér tvisvar í gegnum allar sinfóníur Prókófíevs í flutningi Royal Scottish National Orchestra undir stjórn Eistans (er það rétt að segja Eistar?) Neeme Järvi. Góðir diskar en nokkuð þungir og tormeltir en þegar þeim var skipt út fyrir Remain in Light með Talking Heads þá lagaðist allt. Það er því hægt að óverdósa á Prókófíev og slíkur óverdós veldur ergelsi - ekki ólíku því sem biðröð á Starbucks veldur.

Sagði ekki Woody Allen að hvert sinn er hann hlustaði á tónlist Richards Wagner, þá langaði hann að ráðast inn í Pólland?

Kannski að við fáum Landsliðið í boltakasti til að hlusta á Niflungahringinn í kveld - áður en leikur hefst.

Lokaniðurstaða: Prókófíev núll, David Byrne eitt.  Smile

 Prókófíev tapar...David Byrne


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Í fornum íslenskum ritum er þjóðarheitið Eistur - ekki Eistar. Varðandi Wagner og hernað - í myndinni Apocalypse Now dunar Nornareiðin þegar bandarísku herþyrlurnar eru á leiðinni ...

Hlynur Þór Magnússon, 25.1.2007 kl. 23:10

2 Smámynd: Þorvarður Ragnar Hálfdanarson

Jú, vissulega spilaði Colonel Kilgore valkyrjurnar hans Wagners í gjallarhornum þyrilvængja sinna (eða koptar eins og þyrlur voru kallaðar af Tom Swift).

"I love the smell of napalm in the morning. You know, one time we had a hill bombed, for 12 hours. When it was all over, I walked up. We didn't find one of 'em, not one stinkin' dink body. The smell, you know that gasoline smell, the whole hill. Smelled like... victory. Someday this war's gonna end..."

Þorvarður Ragnar Hálfdanarson, 26.1.2007 kl. 01:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband