Þá er komin lækningin við reykingafíkninni - bara að fá heilablóðfall...

Heilinn er margslunginn og starfsemi hans verður sennilega seint skilin til fulls. Nú hafa vísindamenn frá Kaliforníu og mínu gamla alma mater, University of Iowa, fundið það út að heilablóðfall sem orsakar drep á völdum stað í heilanum, getur drepið löngun manna í sígarettur. Þessu er sagt frá í Science sem og í NY Times

Scientists studying stroke patients are reporting today that an injury to a specific part of the brain, near the ear, can instantly and permanently break a smoking habit. People with the injury who stopped smoking found that their bodies, as one man put it, “forgot the urge to smoke.”

“There’s a whole neural circuit critical to maintaining addiction, but if you knock out this one area, it appears to wipe out the behavior,” said Dr. Antoine Bechara, a senior author of the new paper, who is a neuroscientist at the Brain and Creativity Institute at U.S.C. His co-authors were Dr. Hanna Damasio, also of U.S.C., and Nasir Naqvi and David Rudrauf of the University of Iowa.

Tekið er fram að rannsóknin sé lítil og ekki hægt að alhæfa út frá þetta fáum sjúklingum og vonandi verður hægt að brúka þessa þekkingu mönnunum til góðs einhvern daginn. Manni finnst það svona fulldrastískt að þurfa að fá heilablóðfall til að geta hætt að reykja.

 Annars gerðu Rússar (og reyndar Bandaríkjamenn einnig) talsvert af því að skemma heilastöðvar í "lækningalegum" tilgangi hér áður fyrr. T.d. var reynt að afglæpa glæpamenn með að hræra í framheilanum með e.k. eggjaþeytara sem stungið var upp í nefið og uppí heila (svo nokkuð sé nú ýkt í frásögnum...). António Egas Moniz hinn portúgalski var faðir þeirra aðgerða og það er interressant að einn af höfundum greinarinnar, hún Hanna Damasio, sem áður var ásamt bónda sínum Antonio, prófessor við U of Iowa, er einnig frá Portúgal. Meira um þessa skelfilegu heilaaðgerðir síðar...

Þeim sem vilja fræðast frekar um þessháttar innankúpu- og heilakrukk er samt bent á hina frábæru bók Jack El-Hai, The Lobotomist: A Maverick Medical Genius and His Tragic Quest to Rid the World of Mental Illness.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Geri ráð fyrir að amputatio cerebri geti losað mann við ýmsa skavanka.

Hlynur Þór Magnússon, 27.1.2007 kl. 08:25

2 Smámynd: Þorvarður Ragnar Hálfdanarson

Slíkar ampútasjónir hafa verið brúkaðar á uppreisnarseggi í löndum þar sem mannéttindi eiga enn nokkuð langt í land. Almennt er ekki mælt með þeim.

Þorvarður Ragnar Hálfdanarson, 28.1.2007 kl. 00:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband