Ráðamenn éta verðlaunakanínur ætlaðar til undaneldis...

Frétt vikunnar er í Der Spiegel International. Þar segir frá hinum lánlausu undaneldisverðlaunarisakanínum eftirlaunaþegans Karl Szmolinsky. Karl þessi hafði komist í fréttirnar fyrr á árinu er nokkrar ofurkanínur hans voru sendar til sæluríkisins Norður Kóreu en til stóð að rækta undan þeim fleiri slíkar ófreskjur til manneldis. Var um að ræða allt að 10 kílóa flykki, mun stærri en illskeytta kanínan í Monty Python and the Holy Grail. Kanínur svo þéttvaxnar að þær nægðu til að seðja 8 kóreanska svangmaga (mér er ekki kunnugt um að inn í þessa jöfnu sé reiknað þarlent meðlæti).

Upp hefur komist um svik og svindilbrögð. Ráðamenn kóreanskir ku hafa lagt sér verðlaunakanínurnar til munns svo ekkert varð úr ræktuninni. Þeir átu sumsé útsæðið.

Karl brást hinn versti við, fór í blöðin og sagði almenningi frá kanínuraunum sínum og þeirri staðreynd að restina af þeim mátti nú finna í mögum og salernisrotþróm framámanna í N. kóreanska kommúnistaflokknum. Ekki er vitað hvort hinn mildi Kim Jong Il er einn hinna seku. Nú er Karli meinað að ferðast til N. Kóreu að vitja sinna kanína.

He had been due to travel to North Korea after Easter to provide advice on setting up a breeding facility for the rabbits, which can produce around seven kilos of meat.

But his trip was cancelled at short notice. Szmolinsky said he got a call from a North Korean official last Thursday informing him that the trip was off because the government was unhappy with the way in which a local Berlin newspaper had reported about the deal.

Szmolinsky said he suspected Robert I and his fellow bunnies had been eaten by top officials and that that was the real reason why he wasn't getting a visa. "That's an assumption, not an assertion," he added. "But they're not getting any more.

 Ráðamenn neita að hafa étið kanínurnar og bregðast illa við ásökununum.

The North Korean embassy in Berlin denied that the rabbits were dead and said no one at the embassy had contacted Szmolinsky. "The rabbits aren't intended to be eaten, they are for breeding purposes," a spokesman said.

Where are the bunnies? 

Karl með kanínu (eða kanína með Karl...)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessi eyru eru örugglega sérlega gómsætt snakk.

cracca (IP-tala skráð) 3.4.2007 kl. 05:36

2 Smámynd: Þorvarður Ragnar Hálfdanarson

...og dugir hvert eyra sem snakk fyrir meðalfamilíu út heila bíómynd.

Þorvarður Ragnar Hálfdanarson, 4.4.2007 kl. 03:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband