Ítroðsla ómetis og auglýsinga...

Það vakti athygli í fréttum hér vestra í síðustu viku er niðurstöður rannsókna á ruslfæðisauglýsingum í barnasjónvarpi voru birtar. Rannsókn þessi sem framkvæmd var af Kaiser Family Foundation og University of Indiana sýndi það svart á hvítu að blessaðir krakkaormarnir eru bombarderaðir með auglýsingum um kaloríuhlaðið ruslfæði. Þetta kemur svo sem engum á óvart en er vissulega umhugsunarefni í landi þar sem offita barna er vaxandi vandamál (sem einnig virðist vera vandamál á Íslandi). Þeir krakkar sem mest glápa á sjónvarp, þ.e. börn á aldrinum 8-12 ára, munu sjá um 21 auglýsingu á dag eða sem nemur 7600 auglýsingum á ári. Ég get fullvissað ykkur um að ekki er um að ræða auglýsingar á léttmjólk og nýjum gulrótum... Þetta er í samræmi við fyrri rannsókn Institute of Medicine á sama vandamáli (já, ég sé þetta sem stórt og feitt vandamál).

Children 8 to 12 years old watch the most — an average of 21 food ads a day, or more than 7,600 a year, according to the study, released Wednesday by the non-profit Kaiser Family Foundation and conducted with researchers at Indiana University.

The researchers said about a third of commercials aimed at children and teens tout candy and snacks -- fare that is often high in fat and added sugar.

According to the report, on a typical day the average American child aged 8-12 sees:

  • 5 ads for candy and snacks
  • 4 for fast food
  • 4 for soft drinks, including soda
  • 3 for cereal
  • 2 for restaurants
  • 1 for prepared foods
  • 2 for dairy, water and 100% juices, meat, grains, vegetables, or fruit, combined

Another major report on this topic, released in December 2005 by the Institute of Medicine, said that more than $10 billion a year is spent to market foods and beverages to children, mostly for products not considered nutritious. The report called for sweeping changes in the marketing of foods and beverages to children.

"We now have data that conclusively shows kids are seeing an overwhelming number of ads for unhealthy food on all types of TV shows," Sen. Tom Harkin (D-Iowa) said in a statement. "The 'childhood obesity epidemic' isn't just a catchphrase; it's a real public health crisis."

Tilvitnanir að ofan eru frá USA Today, Washington Post og WebMD

Er ekki mál að linni? Nú er ég nokkur andstæðingur forræðishyggju, allavega ef er um að ræða athæfi sem ekki spillir heilsu annarra en þeirra sem athæfið stunda, en er ekki stundum talið rétt að hafa vit fyrir börnum? Augljóslega er ekki hægt að reiða sig á matvælaiðnaðinn eða foreldra. Hér þarf sennilega að koma til afturhalsdssinnuð og rússnesk handstýring en ef það er það sem ég þarf að sætta mig við til að koma í veg fyrir að börnin mín rúlli í spikinu niður Laugaveginn þá segi ég eins og kaninn: "Bring it on!"

Þátttakandi í rannsókninni...?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband