Hóflega drukkið vín og mannsins hjarta...

Hurru læknir! Geturðu skrifað uppá eina flösku af rauðu fyrir mig?

Fer þetta að verða sjálfsögð krafa sjúklinga? Maður spyr sig eftir allt þetta flóð vísindagreina sem renna stoðum undir þá kenningu að hóflega drukkið áfengi gleðji og styrki mannsins hjarta. Eins og fjölmiðlar og aðrir bloggarar hafa bent á þá birtist grein í tímaritinu Annals of Internal Medicine þessa vikuna sem leiddi líkur að því að hófdrykkja karlmanna með of háan blóðþrýsting verndaði þá fyrir hjartaáföllum (bráðakransæðastíflu). Ekki var þó að sjá áhrif á dauðsföll almennt eða dauðsföll af völdum hjartasjúkdóma sem gerir það eilítið erfiðara að ráða í þýðingu þessarar rannsóknar. Í þessari sömu viku birtist svo önnur rannsókn sem komst að svipaðri niðurstöðu en þar kom í ljós að hófdrykkja dró úr hættu á hjartabilun meðal karlmanna (sem reyndar allir voru læknar). Áður hefur birst fjöldi viðlíka rannsókna sem frekar styrkja kenninguna um heilsubætandi áhrif áfengis.

Þessar tvær síðustu rannsóknir virðast vel unnar og vandlega og byggðust á upplýsingum fengnum frá þúsundum karlmanna. Alltaf er þó ákveðin hætta á skekkjum í rannsóknum sem reiða sig á upplýsingar um neysluvenjur fólks en hinn mikli fjöldi þeirra er í rannsókninni voru dregur vonandi úr slíkum skekkjum. Ekki er þó víst hvort færa megi þessar niðurstöður yfir á aðra þjóðfélagshópa (s.s. konur) en vafalítið hljóta menn einnig að vera að rannsaka hvort svo megi gera þó ég viti ekkert um það. Það verður þó að teljast varasamt að mæla með þessu sem heilsuvernd þar eð hætta er á að menn kunni sér ekki hóf og eitt glas verði að tveimur og síðan þremur og síðan verði ákveðið að tæma helv. flöskuna því ekki má vínið fara til spillis. Þá er hætt að heilsuverndin fari fyrir lítið. Annars er Annals með fína samantekt handa leikmönnum sem ekki fást við svona rannsóknir dagsdaglega.

Sem sagt athyglisverðar niðurstöður - en við vitum ekki hvernig berst er að brúka þær og skál fyrir aukinni þekkingu á þessum sviðum...

Wine%20glasses


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband