Pöddur gegn kveisu...

Er enn að spá í ungbarnakveisu og hnaut um þessa frétt. Hverjum hefði dottið í hug að með því að gefa börnum bakteríusull mætti draga úr kveisu? Þetta þarf svo sem ekki að koma ógurlega á óvart því að lengi hefur verið áhugi á notkun s.k. probiotic baktería til lausnar ýmiskonar iðrameina. Probiotic bakteríur eru nefnilega iðravænar 

Nú, ítalskir reyndu að dæla þessu í organdi smábörn. Notuðu til þess bakteríuna Lactobacillus reuteri (ekki er mér kunnugt um skyldleika við Reuters fréttastofuna en ætla má að þeir hafi flutt af þessu fréttir). L. reuteriBörnum var af handahófi (randomized) gefin ýmist bakterían góða eða simethicone sem hefur lengi þótt gagnast þessum kvilla (þó sumar rannsóknir segi það vita gagnslaust). Skemmst er frá því að segja að börnin sem fengu bakteríuna orguðu minna en hin en orguðu nú samt heil ósköp. Mér sýnist að þarna hafi verið vel að verki staðið og viðhöfð vísindaleg vinnubrögð. Nú veit ég ekkert hvort aðrar probiotic bakteríur s.s. þær er finnast í íslenskum mjólkurvörum, gera sama gagn en ekki skyldi átómatískt álíta að sú sé raunin. Hver veit nema maður hafi upp á umræddri bakteríu og helli í dótturina ef hún verður áfram óvær.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband