Færsluflokkur: Bloggar

Hvar kastar maður upp...?

Nú keppast jafnvel repúblíkanar um að mæra Obama og virðast alveg hafa gleymt þeim orðum sem þeir/þær létu falla í hita kosningabaráttunnar. Palin sem fyrir stuttu sagði Obama slæpast um með terroristum á nú ekki til orð um hvað það sé gott að hann verði forseti og hversu góð og falleg hans familía sé. Viðrinið Michelle Bachmann tekur í sama streng eftir að hafa næstum því tapað þingsæti sínu eftir að hafa kallað Obama anti-american og farið fram á að fjölmiðlar gerðu McCarthy-íska rannsókn á þingmönnum.

Just a few weeks ago, at the height of the campaign, Representative Michele Bachmann of Minnesota told Chris Matthews of MSNBC that, when it came to Mr. Obama, “I’m very concerned that he may have anti-American views.”

But there she was on Wednesday, after narrowly escaping defeat because of those comments, saying she was “extremely grateful that we have an African-American who has won this year.” Ms. Bachmann, a Republican, called Mr. Obama’s victory, which included her state, “a tremendous signal we sent.”

And it was not too long ago that Senator John McCain’s running mate, Gov. Sarah Palin of Alaska, accused Mr. Obama of “palling around with terrorists.”

But she took an entirely different tone on Thursday, when she chastised reporters for asking her questions about her war with some staff members in the McCain campaign at such a heady time. “Barack Obama has been elected president,” Ms. Palin said. “Let us, let us — let him — be able to kind of savor this moment, one, and not let the pettiness of maybe internal workings of the campaign erode any of the recognition of this historic moment that we’re in. And God bless Barack Obama and his beautiful family.”

 

Það þarf einnig ekki að koma á óvart að Joe Lieberman mæri Obama í þeirri von um að Demókratar gleymi að hann skipti um lið í aðdraganda kosninganna og steig meira að segja í pontu á þingi Repúblíkana í St. Paul í haust. Nú vill Lieberman að svoleiðis smámunir verði grafnir og hann geti haldið áfram að sinna ábyrgðarstörfum undir vernarvæng Demókrata. 

Marshall Wittmann, a spokesman for Mr. Lieberman, said that as far as the senator was concerned, “It’s over, and it’s genuinely time to find unity and move forward behind the new president.”

And what about that whole bit about Mr. Obama not always putting his country first? “He believes that President-elect Obama — and, then, Senator Obama — is a genuine patriot and loves his country,” Mr. Wittmann said. “The only point he was making in his campaign was about partisanship.”

 


Senior (eða var það senile?) moment...

Eymingjans kallinn...


Palin/Bachmann 2012...

Þetta er súrasta tillaga ársins. Einhver vit(fir)ringur á hægri vængnum hefur fengið þá bráðsnjöllu hugmynd að tefla fram tveimur konum í forsetakosningunum 2012. Það er ekkert nema gott um það að segja að hafa 2 konur í framboði - - svo lengi sem ekki er um að ræða Sarah Palin og Michele Bachmann.

Bachmann þessi var þar til nýlega frekar lítt þekktur þingmaður Repúblíkana frá Minnesota og þekktust fyrir mjög svo afturhaldssinnaðar skoðanir, ofsakristni og það að slefa á kinnina á George Bush. Hún stendur þessa stundina í kosningabaráttu í heimahéraði sínu og gekk tiltölulega vel þar til hún kom fram hjá Chris Matthews í Hardball. Þar endurtók hún nokkrum sinnum að Obama hefði anti-american views. Svo klykkti hún út með að segja að fjölmiðlar ættu að rannsaka þingið og sjá hverjir væru anti-american. McCarthy all over again...

 

Augljóslega var þetta frekar ósmart að segja og hefur allt snúist í höndum hennar eftir þetta og hún tapað öruggu forskoti sínu. Meira að segja Repúblíkanaflokkurinn hefur afneitað henni og skorið á fjárveitingar til baráttu hennar meðan andstæðingurinn rakar inn dollurum til sinnar baráttu. Bachmann hefur reynt að bera í bætifláka fyrir hin kengbiluðu ummæli sín en fáir hlusta nema þeir sem eru á sömu bizarre bylgjulengd og hún. Manneskjan er snarbiluð og ef einhver er anti-american þá er það hún. Megi hún hverfa af pólitísku yfirborði Minnesota. 


Meira af áhangendum McPain...

 Og þetta er árið 2008...? Woundering


Það er gott að eiga góða aðdáendur og stuðningsmenn...

Með McCain/Palin aðdáendur sem þessa þarf maður ekkert að óttast...

Halloween and frightening (political?) figures...

Þá er næstum komið að Halloween. Eins gott að maður birgi sig upp af nammigotti til að geta gefið krakkaormunum í hverfinu. Hef lent í því endurtekið að eiga ekkert nammi (þ.e. gleyma að kaupa) og hef þ.a.l. slökkt öll ljósin heima og falið mig uppá lofti því fátt er verra en að koma til dyra nammilaus og sjá vonbrigðasvipinn á þessum greyjum er maður sýnir tómar lúkurnar.

Vinnustaður minn hefur formlega blásið til búningakeppni sem sosum er ekki til frásagnar nema af því að þeir hafa gefið út leiðbeiningar um búninga. Þ.e.a.s. hvaða búningar eru æskilegir og hverjir ekki og augljóst er að þeir vilja firra sig neyðarlegum uppákomum enda virðuleg háskólastofnun. Nokkur atriði á bannlistanum vöktu athygli mína, s.s.

  • Masks or other full face coverings that cause staff to be unrecognizable;
  • Costumes depicting monsters, death, controversial political figures or other frightening characters;
  • Items resembling guns or weapons;
  • Costumes which promote harmful stereotypes, including those on the basis of race, creed (religion), color, national origin, age, sex, disability, sexual orientation, gender identity;
  • Costumes that are of a revealing nature that would not be considered acceptable under normal work circumstances;
  • Unclean or soiled clothing items not in keeping with hospital epidemiology guidelines.

Kannski ekki svo vitlaust að hafa svona lista enda vinna hér menn og konur af öllum trúarbrögðum og sexúel óríentasjónum og rétt að taka tillit til allra. Best er þó að þeir hafa saman "controversial political figures or other frightening characters" og í þeirri setningunni eru einnig "monsters" og "death". Nú er þetta frekar liberal bær og ekki sérlega hallur undir sitjandi stjórn og ég velti því fyrir mér hvort um sé að ræða dulin skilaboð...

 

Monster eða frightening political figure...?


Twister...

Ég var rétt kominn heim úr vinnunni og varla sestur með tæplega 10 mánaða dóttur til daglegs fíflagangs þegar flautur hverfisins byrjuðu að ýla. Mér og Steinunni Eddu fannst þetta frekar sniðugt og fórum út að glugga til að sjá hvaðan hávaðinn kæmi en vorum snarlega reknir niður í kjallara af þeirri einu sem var með viti á heimilinu. Þetta voru nefnilega veðurflauturnar með s.k. Tornado Warning. Þetta er nefnilega nokkuð sem maður tekur alvarlega, sérstaklega í ljósi þess að ekki er nema rúmt ár síðan slíkur hvirfilvindur tók hús á borgarbúum, og já, tók hús í bókstaflegri merkingu því sum þeirra fuku um miðbæinn í formi spreks og þakplatna. Tornado Warning þýðir nefnilega að sést hefur til skýstrokks í nágrenninu (annað hvort berum augum eða með mælitækjum) og þá eiga allir að fara ofan í kjallara. Þar sátum við reyndar öll þrjú í rökkrinu og horfðum á bláleita glampana af eldingunum sem bárust inn um kjallaragluggana og hlustuðum á Iowa Public Radio sem spilaði Paganini milli tilkynningana frá National Weather Service sem hafa þennan skemmtilega langbylgjuheimsendahljóm. Húsið gamla stóð þetta af sér (það kom enginn tornado...) eins og önnur veður þau 107 ár sem það hefur staðið á horninu á F Stræti og því fjórða. 

Heimsendi var því frestað fram að næsta heimsendi...

 

Hverjar eru jú líkurnar á að tveir skýstrokkar rústi sama smábænum tvö ár í röð...? 

Sluppum með skrekkinn...

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Svona var nú umhorfs í hverfinu mínu þann 13. apríl 2006...


Nú er ekki einu sinni hægt að brenna þá lengur...

Það var alltaf sagt að hinn venjulegi Ameríkani hefði innbyrt svo mikið magn rotvarnarefna að hann myndi ekki rotna að lokinni jarðsetningu. Nú virðist sem ekki sé heldur hægt að brenna þá. Samkvæmt nýlegri grein innihalda bandarískir kroppar nefnilega mun meira af eldletjandi efnum en evrópskir.

The old joke was: Americans eat so many preservatives, our corpses will never rot. Now, it turns out they won’t burn either. Americans’ bodies have the world’s highest concentration of the flame retardant polybrominated diphenyl ethers (PBDE)—10 to 40 times higher than Europeans—and our chemical burden is doubling every 3 to 5 years.

Hér mun fyrst og fremst vera um að ræða efni sem kallast PBDE eða fljölbrómaður díetýleter en efnin þau eru skyld hinu illræmda PBC og þykja ógóð til neyslu. PBDE er að finna í öllum fjáranum, allt frá gólfteppum til tölvubúnaðar eða hvar sem industríið telur viðeigandi að brúka eldletjandi efni. Sum þessara efna eru þekktir sjúkdómavaldar en sluppu inn bakdyramegin fram hjá lögum og reglugerðum hér vestra árið 1976.

PBDEs, like 62,000 other chemicals grandfathered in by the 1976 Toxic Substances Control Act, never underwent an approval process. In 2006, the Government Accountability Office found that the EPA* “does not routinely assess the human health and environmental risks of existing chemicals and faces challenges in obtaining the information necessary to do so. … Even when EPA has toxicity and exposure information,” it has had difficulty demonstrating risks or pursuing limits or bans on production and use. In 31 years, the EPA has required testing for fewer than 200 grandfathered chemicals.

       * EPA: U.S. Environmental Protection Agency

Annars hefur það lengi verið álitið að uppsöfnun þrávirkra eiturefna valdi einhverju af þeirri aukningu sem sést hefur á krabbameinum, sérstaklega í landbúnaðarhéruðum BNA. Það er því alveg merkilegt að ekki hafi tekist að rannsaka betur þann aragrúa efna sem slapp í gegnum nálaraugað 1976.


Fleiri en síminn með jésúlegar auglýsingar...

Sá þessa frétt á BBC en hún fjallar um nokkuð umdeilda auglýsingu belgísku sjónvarpsstöðvarinnar Plug TV. Jésú bregður sér af bæ og skellur sér á lókalbarinn. Breytir ósamvinnuþýðum dyravörðum (fantasíum) í dverga og frekar ósjálegum konum í girnilegar gellur. Staupar sig á viskýi en er svo tekinn í bakaríið af karli föður sínum uppá himnum.

Hvor hefur nú betur, Jón Gnarr eða Belgarnir...?

 


Hlýðninámskeið fyrir verðandi ríkisstarfsmenn...

Já, það er ekki hlaupið að því að gerast ríkisstarfsmaður í henni Ameríku. Nú vill svo til að vegna hinnar sérstaklega óheppilegu J-1 vegabréfsáritunar minnar þá er ég upp á alríkið (eða væntanlega almættið) kominn svo ég geti starfað fyrir háskólann minn hér ytra. Samkomulag náðist og ég mun inna af hendi hlutastörf í þágu ríkisins í 3-4 ár en þeir munu í staðinn útvega mér hið eftirsótta græna kort. Nú er það ekki svo að ég sé alls ókunnugur því að starfa fyrir ríkið en slíkt hið sama gerði ég fyrir allmörgum árum. Það var þó námsstaða og ekki alveg sambærileg.

Nú er ég semsagt orðinn fullgildur ríkisstarfsmaður í 70% vinnu við Department of Veterans Affairs og í 30% starfi við minn gamla háskóla, University of Iowa. Frekar gott mál þó ég segi sjálfur frá.

Nú þarf ég að læra að haga mér sem sannur ríkisstarfsmaður og til þess að það takist er mér skylt að taka 2ja daga kúrs, svona Ríkisstarfsmaður 101 kúrs. Vegna þessa varð ég að horfa á endalaus myndbönd sem tíunduðu hvað gott væri að vinna fyrir ríkið og sýndu þess á milli blaktandi ameríska fána. Svo var mér sagt hvað ekki mætti gera. Til dæmis má ég helst ekki vera fúll í vinnunni því það ber vott um lélegan starfsmóral. Svo má ég ekki klípa konur (og sennilega ekki menn heldur) og ekki vera klúr við neinn. Þetta er mér þó létt því bæði er gaman í vinnunni og svo hefi ég aldrei fengið neitt útúr því að klípa fólk og er þess utan kurteis að upplagi. Því passa ég vel inn. Það breytir því ekki að það er leiðinlegt að sitja í 16 klst og hlusta á eitthvað raus um hluti sem ættu að vera öllum eðlislægir. 

Það bjargaði þó miklu að Kings of Leon voru með konsert í bænum og ég gat farið og þeytt flösu með ungviðinu og nú suðar í eyrunum og hljóðhimnurnar lafa út úr eyrunum eins og smokkar. Rokkskaði var þetta kallað meðal okkar í gamla daga, þ.e.a.s. tap á hátíðniheyrn. Góður konsert en ég verð þó að taka undir með Wikipediu þegar hún lýsir söngstíl Caleb Followill forsprakka bandsins: He is known for his unique vocals, which are often incomprehensible.

Það var nú allt sem ég hafði að segja... 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband