Að selja sál sína og kropp Ríkinu

Fékk email í dag. Búið er að auglýsa stöðuna sem mig langar í. Vinna fyrir ríkið og ég veit svo sem ekki hverjum þetta tilheyrir. Annað hvort heilbrigðisyfirvöldum eða varnarmálaráðuneyti. Skiptir svo sem ekki máli svo lengi sem þeir borga mér laun. Þetta er dálítið undarlegt fyrirbæri með Ríkið hér westra. Venjulegir Ameríkanar myndu flestir fitja uppá nefið yfir svona stöðu og það hefur reynst erfitt að manna þessar stöður með innfæddum. Sennilega vegna þess að launin eru lág miðað við einkageirann og svo kann að koma til meðfædd andúð innfæddra á þeirri staðreynd að starfa fyrir ríkið. Það er nú ekki svo að við útlendingarnir, vísalausir og allslausir getum vaðið í atvinnutilboðum. Annað hvort er að vinna fyrir ríkið eða vinna úti í rassgatsútnára hvar enginn annar vill vinna. Þar þrífst lítil akademía og þar er ógott að vera. Allavega fyrir mann með snefil af eftirlifandi akademískum ambísjónum. Því er ríkið eitthvað fyrir mig. 

Þetta er annars gargantúan stofnun sem teygir anga sína um hvert fylki Bandaríkjanna og nýtur nokkurrar virðingar meðal fagmanna. Hef ég unnið fyrir þá á árum áður og líkaði vel. Minnti um margt á íslenskt heilbrigðiskerfi, svifaseint og þungt og með biðlista og því var þetta eins og að vera heima - nema allir töluðu ensku. Einn er kosturinn við ríkisstofnanir og hann er að  ríkisstarfsmenn halda fast í frídagana sína. Það eru alltaf frídagar þegar maður á minnst von á slíkum, s.k. Federal Holidays.

Það er því ekki alslæmt að vinna fyrir Ríkið.  Smile 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband