18.1.2007 | 05:47
Góð blöð og Sámur frændi mundar felgulykilinn...
Var að glugga í Utne Reader á vefnum enda um mína sveitunga að ræða. Ágætt blað og þeir voru svo vænir að gefa öðrum tímaritum viðurkenningu fyrir góða frammistöðu á nýliðnu ári. Þar fékk m.a. tímaritið BIDOUN viðurkenningu sem besta tímaritið í flokknum "Social/Cultural Coverage & Design". Ekki þekki ég mikið til umrædds tímarits en þeir mega eiga það að á heimasíðunni var þessi stórgóða mynd af Sámi frænda í árásarhug þar sem hann mundar voldugan lykil og gerir sig líklegan til að berja á Írönum...
Skopmynd en með nokkuð alvarlegan undirtón, ekki satt?
Athugasemdir
Um daginn sá ég hliðstæða mynd á einhverjum vef, man ekki hvar. Það var mynd af teljara, rétt eins og kílómetrateljara í bíl, nema hvað það voru bókstafir í staðinn fyrir tölustafi. Fyrstu þrír stafirnir voru IRA og síðan var K að þokast burt en N að koma í staðinn ...
Hlynur Þór Magnússon, 18.1.2007 kl. 15:14
Sæll vertu my fellow Minnesotan. Takk fyrir að benda lesendum á Utne...gott blað.
Róbert Björnsson, 23.1.2007 kl. 05:49
Blessaður og sæll Róbert. Mér sýnist sem nokkrir bloggi frá Minnesota. Gott fylki að búa í þó dagar mínir þar sú senn taldir.
Þorvarður Ragnar Hálfdanarson, 23.1.2007 kl. 17:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.