Elgshöfuð kemur nemanda í koll...

Nemandi nokkur við Penn State University hefur stefnt sinni menntastofnun fyrir vanrækslu við gæslu og veggfestingu elgshöfuðs sem féll af vegg skólastofu og í höfuð stúdínunni þá hún rýndi í míkróskóp. Hlaut hún af þessu nokkrar höfuðkvalir sem og und nokkra á sjálfsvirðingu. Minnti um margt á Óskar Björnsson, mag. scient., þann er varð fyrir því óláni að fá L-ið úr "EFLA" úr setningunni "vísindin efla alla dáð" í höfuðið þá hann gekk inn í hátíðarsal Háskóla Íslands til að verja doktorsritgerð sína. Ærðist Óskar eftir atvikið og lagði eftir það stund á rannsóknir á borðtuskulykt.

Við skulum vona að ekki fari jafn illa fyrir stúdínunni frá Pennsylvaníu.

 

Höfuð elgs nokkurs - ekki veggfast...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann R Guðmundsson

alveg brilljant, hinar adskiljanlegustu menntastofnanir geta verid stórhaettulegar, thú manst líklega eftir sögunni um laeknastúdentinn í Englandi sem geyspadi svo mikid ad hún fór úr kjálkalid..hence; It is forbidden to precent boring lecture

fallegur elgur, virdist samt saenskur af höfudbyggingu ad ráda, varist árekstra vid thá...their smellpassa inní framrúduna.

Jóhann R Guðmundsson, 29.1.2007 kl. 13:44

2 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Fátt er það sem ekki er hægt að fá í höfuðið. Þar kemur m.a. í hugann (höfuðið) þýðing íslensks dönskunemanda á setningunni Hun blev rød i hovedet og var lige ved at græde: Hún fékk rör í höfuðið og varð að liggja þangað til það greri.

Hlynur Þór Magnússon, 30.1.2007 kl. 05:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband