2.2.2007 | 02:45
Um gjaldskrárhækkanir sem lítillega eru umfram verðbólgu...
Þá á að draga enn eitt spilið fram úr erminni til að sporna við flóði innflytjenda. Bush og hans slekti hafa lagt til að gjald það er löglegum innflytjendum ber að greiða er þeir sækja um græna kortið, hækki úr rúmum 300 dölum í ríflega 900 dali. Segja má að þetta sé lítillega umfram verðbólgu. Kannski að hér sé komið enn eitt baráttumálið handa frjálslyndum...
Under the plan, announced yesterday by Emilio Gonzalez, director of U.S. Citizenship and Immigration Services, the government would charge $905 -- up from $325 -- to apply for a green card or to adjust residency status. Immigrants with green cards would have to pay $595 to become naturalized citizens, a $265 increase. The cost of bringing a foreign fiance to the United States would more than double, to $455.
Ég mun hugsa hlýlega til hans er ég reiði fram þykkan bunkann af krumpuðum 20 dollaraseðlum á næstu árum er kemur að því að ég verði gjaldgengur til þess að sækja um kortið góða.
Það er mál manna að þetta útspil sé ólíklegt til að sporna við aukningu innflytjenda þar eð það beinist fyrst og fremst gegn löglegum innflytjendum. Það er stundum eins og ráðamenn vilji gera allt til að fæla frá ærlega erlenda borgara. Var ekki einhver að tala um brain drain?
Athugasemdir
Ég hef aldrei skilið Græna kortið, hef ég þó horft á kvikmynd með því nafni, ef ég man rétt - man ekkert eftir efni hennar. Því spyr ég: Á starfandi læknir eins og þú í einhverjum vandræðum með dvalarleyfi?
Hlynur Þór Magnússon, 2.2.2007 kl. 03:08
Góð spurning það. Ég held að fáum sé gert jafn erfitt fyrir og læknum. Flestir okkar eru á hinu illræmda J-1 visa sem gefur einungis 7 ára dvalarleyfi og er minn tími senn á enda runninn. Þá tekur við s.k. "two-year home rule" sem kveður á að maður fari til heimalandsins og láti gott af sér leiða. Að því loknu getur maður snúið til baka til US of A.
Hram hjá þessu eru fáar leiðir. Annað hvort er að vera ógeðslega snjall og fá s.k. O visa (O fyrir outstanding) og gefur auga leið að ég er ekki gjaldgengur. Þá er annað hvort að starfa í útnára (underserved area) eða vinna fyrir ríkið sem að mati heimamanna borgar illa. Það virkar samt vel fyrir mig og geng ég glaður ríkinu á hönd.
Þorvarður Ragnar Hálfdanarson, 2.2.2007 kl. 03:31
Hvaða vitleysa, allir sem til þín þekkja vita að þú ert Outstanding, eitt mesta mediciner efni sem þjóðin hefur alið, margdúxari, fílósóf, dýravinur og íþróttagarpur (ganga) en fyrst og fremst ertu drengur góður...ég elska þig
Grímur
Jóhann R Guðmundsson, 5.2.2007 kl. 04:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.