Hvenær tapar maður Wikipediuréttindum sínum?

Wikipedia er merkilegt fyrirbæri og hefur hún gjörbreytt upplýsingaöflun margra sem áður reiddu sig á áskriftarsíður s.s. Encyclopaedia Britannica. Sjálfur reiddi ég mig á Britannicu um nokkurra ára skeið uns ég spurði sjálfan mig hví maður væri að greiða $70 á ári fyrir eitthvað sem hægt væri að nálgast án endurgjalds. Nú er það svo að hver sem er getur ritað fyrir Wikipediu og ólíklegt að gæðalöggan hafi tök á að grannskoða hverja færslu. Annars stendur Wikipedia sig nokkuð vel. Nature birti fyrir nokkru óformlega könnun á gæðum Wikipediu og Britannicu. Wikipedia stendur fyllilega uppi í hárinu á EB.

Yet Nature's investigation suggests that Britannica's advantage may not be great, at least when it comes to science entries. In the study, entries were chosen from the websites of Wikipedia and Encyclopaedia Britannica on a broad range of scientific disciplines and sent to a relevant expert for peer review. Each reviewer examined the entry on a single subject from the two encyclopaedias; they were not told which article came from which encyclopaedia. A total of 42 usable reviews were returned out of 50 sent out, and were then examined by Nature's news team.

Only eight serious errors, such as misinterpretations of important concepts, were detected in the pairs of articles reviewed, four from each encyclopaedia. But reviewers also found many factual errors, omissions or misleading statements: 162 and 123 in Wikipedia and Britannica, respectively.

 Að sjálfsögðu fór þetta nokkuð fyrir brjóst Britannicumanna og ekki stóð á svörum þeirra og kölluðu þeir rannsókn Nature "fatally flawed". Þeir Náttúrumenn svöruðu að vonum fyrir sig.

En það var nú ekki það sem ég vildi sagt hafa. Ég rakst á skondna grein í Slate í dag um það hvenær maður verður svo ómerkilegur að að merkilegheitalögga Wikipediu þurrki mann út af síðum sínum. Slíkt kom fyrir dálkahöfund Slate, hann Timothy Noah.

Pass me that whiskey bottle. My Wikipedia bio is about to disappear because I fail to satisfy the "notability guideline."

Wikipedia's notability policy resembles U.S. immigration policy before 9/11: stringent rules, spotty enforcement. To be notable, a Wikipedia topic must be "the subject of multiple, non-trivial published works from sources that are reliable and independent of the subject and of each other." Although I have written or been quoted in such works, I can't say I've ever been the subject of any. And wouldn't you know, some notability cop cruised past my bio and pulled me over. 

Þetta vekur vissulega upp spurningar hvað merkilegt teljist í augum Wikipediu og hvað ekki. Allavega varð þessi grein Noah til þess að Wikipedia hætti snarlega við að þurrka hann út og því má enn finna þar upplýsingar um manninn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Ég nota Wikipediu nánast á hverjum degi, jafnvel oft á dag. Jafnframt er ég nánast hættur að nota EB. Mér þykir eiginlega undravert hversu vel þessi einfalda Wiki-hugmynd gengur upp! Af hverju datt mér þetta ekki í hug? Allir vildu Lilju kveðið hafa ...

Hlynur Þór Magnússon, 24.2.2007 kl. 18:42

2 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Sama hér!

Greta Björg Úlfsdóttir, 24.2.2007 kl. 18:47

3 Smámynd: Þorvarður Ragnar Hálfdanarson

Já, afleit væri tilveran án Wikipediu. Hef sjálfur hugleitt að gerast wikivefari en skortir kjark, þekkingu og greind til að hefjast handa.

Þorvarður Ragnar Hálfdanarson, 24.2.2007 kl. 19:10

4 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Þeir sem telja sig skorta þekkingu og greind til þessara hluta, og skortir þá jafnframt kjarkinn, að sjálfsögðu, eru væntanlega þeir hæfustu ...

Hlynur Þór Magnússon, 24.2.2007 kl. 19:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband