Sannkristnir Repúblíkanar svitna í leit sinni að verðugum forsetaframbjóðanda...

Það er aðeins farið að hitna í forsetaframboðskolunum hér vestra. Eins og hinar glöggu frönsku frelsiskartöflur hafa bent á, þá heltist fyrsti kandídat Demókrata, fyrrum ríkisstjórinn minn, hann Tom Vilsack, úr lestinni. Honum varð fljótt ljóst að lítt þýddi að etja kappi við maskínur Billary Clinton og Barack Obama (sem ég sé reyndar sem draumateymið í slagnum framundan).

Repúblíkanar kristnir (og afturhaldssamir) klóra sér í hausnum og velta fyrir sér hver best yrði fallinn til að halda hinum konserfatífa kyndli kristinna gilda á lofti. Segir frá því í New York Times í dag. Komu kristnir því saman og réðu ráðum sínum. Menn sem James C. Dobson og eldklerkurinn Falwell eru að sjálfsögðu uggandi yfir því að verðandi frambjóðendur séu fylgjandi þvílíkri svívirðu sem auknum réttindum samkynhneigðra, rétti kvenna til fóstureyðinga og hertri byssulöggjöf. Ekki hugnast þeim Rudy Giuliani eða McCain enda hafa þeir sýnt af sér frjálslyndishegðun (þó ekki komi nú allir auga á hana). Mitt Romney er einnig litinn hornauga enda ekki víst að menn séu reiðubúnir fyrir Mormóna í hásætið. Svo ku menn hafa grafið upp þá staðreynd að The Romneys stunduðu fjölkvæni hér áður fyrr.

A group of influential Christian conservatives and their allies emerged from a private meeting at a Florida resort this month dissatisfied with the Republican presidential field and uncertain where to turn.

Many conservatives have already declared their hostility to Senator John McCain of Arizona, who once denounced Christian conservative leaders as “agents of intolerance,” and former Mayor Rudolph W. Giuliani of New York, a liberal on abortion and gay rights issues who has been married three times.

But many were also deeply suspicious of former Gov. Mitt Romney of Massachusetts; the council has been distributing to its members a dossier prepared by a Massachusetts conservative group about liberal elements of his record on abortion, stem cell research, gay rights and gun control. Mr. Romney says he has become more conservative.

Hver verður hinn þóknanlegi kandídat? Menn líta nú til Mike Huckabee, ríkisstjóra Arkansas og fyrrum baptistaklerks í hinu djúpa Suðri en ekki er víst að öllum þóknist hann, t.d. mun Grover Norquist hafa horn í síðu hans vegna skattahækkana er Huckabee stóð fyrir sem ríkisstjóri. 

“There is great anxiety,” said Paul Weyrich, chairman of the Free Congress Foundation and an elder statesman of the conservative movement. “There is no outstanding conservative, and they are all looking for that.”

Weyrich þessi er einn stofnandi The Heritage Foundation og er ötull talsmaður konservatífra gilda innan Repúblíkanaflokksins (og um hann má lesa margt athylisvert í bók David Brock, The Republican Noise Machine).

Annar þóknanlegur kandídat er Sam Brownback sem mun hafa haldið tölu á nýafstaðinni ráðstefnu sannkristinna og hlotið lof fyrir stóryrði um bann gegn hjónabandi samkynhneigðra og takmarkanir fóstureyðinga. Sumum þykir Brownback þó helst til linur gagnvart innflytjendum og ekki nógu einarður í afstöðu sinni gagnvart hinum stórhættulegu múslimum sem einhverra hluta vegna eru mikill þyrnir í augum öfgakristinna...

Hver hlýtur náð fyrir augum Falwell og Dobson? Ég segi Huckabee...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Ég vona eiginlega að Huckabee verði forseti Bandaríkjanna, bara út af nafninu ...

Hlynur Þór Magnússon, 24.2.2007 kl. 21:09

2 Smámynd: Róbert Björnsson

I  Huckabee -- eða þannig...   við höfum jú góða reynslu af forsetum frá Arkansas   en Huckabee virðist nú vera meiri inbreed heldur en Clinton.

Það verður fróðlegt að sjá hvort repúblikanarnir reyni að höfða til miðjunnar (Giuliani, McCain) eða hvort þeir telji vænlegra að ná til the religious right.  Satt að segja vona ég að þeir útnefni einhvern eins og Huckabee því ég held að svoleiðis plebbi ætti mun minni séns í Clinton/Obama/Edwards.

Róbert Björnsson, 24.2.2007 kl. 21:32

3 Smámynd: Þorvarður Ragnar Hálfdanarson

Já, Huckabee gæti hjálpað okkur að láta Rep tapa. Ég hef sennilega mestar áhyggjur af Giuliani en ég tel hann eiga nokkurn séns meðal "fiscally responsible" en tiltölulega liberal Bandaríkjamanna. Sennilega næst seint sátt um frambjóðanda Rep. en þeir geta ekki hætt á að alíenera sig með því að fylkjast að baki afturhaldssömum eldklerkum. Mig grunar að Dobson og Co. verði að sætta sig við eitthvað compromise.

Þorvarður Ragnar Hálfdanarson, 24.2.2007 kl. 21:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband