24.2.2007 | 23:49
Orð dagsins...
Alltaf streðar maður við að bæta enskuna. Ekkert er betra til þess en látlaus lestur á bókum og greinum á tungu engilsaxneskri. Það er verst að maður er alltaf að stranda á einhverjum orðum sem maður skilur ekki.
Tvennt hefur hjálpað mér meira en nokkuð annað síðastliðin árin. Fyrst ber að nefna Webster orðabókina en á henni má skrá sig á lista og fá "Orð Dagsins" sem virðist valið af handahófi og sent með tölvupósti til manns. Hverju orði dagsins fylgir orðskýring sem og dæmi um notkun orðsins í almennu máli. Tekur einungis fáeinar sekúndur á dag.
Hitt hjálpartækið er One-Click Answer í boði Answers.com sem er lítið forrit sem fæst sem viðhengi á Firefox (og vafalítið aðra vafra einnig). Maður kveikir á One-Click Answer og er mann rekur í vörðurnar í lestri sínum á enskumælandi vefsíðum og hnýtur um óskiljanlegt orð, þá alt-smellir maður á orðið óskiljanlega og sprettur þá upp lítill gluggi sem skrattinn úr sauðarleggnum og segir þér hvað orðið þýðir. Hreint brilljant forrit og reyndar var áður til svipað forrit á vegum GuruNet/Atomica og þar kynntist ég því fyrir margt löngu.
Athugasemdir
frábært, afar nytsamlegir línkir og geisiáhugaverðir netpappírar, ég er farinn að undra hvern andskotan ég er alltaf að kíkja á vafranum, oftast bara bílavafra, ómerkilega kveldmiðla og dýrasíður.
Jóhann R Guðmundsson, 26.2.2007 kl. 18:30
Snilld, fæ mér þetta hvort tveggja!
Greta Björg Úlfsdóttir, 4.3.2007 kl. 13:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.