Wikiprófessor...

Það var svo sem auðvitað að þegar maður er nýbúinn að mæra hina ágætu Wikípedíu þá kemst upp um svindil einn svívirðilegan innan Wikifjölskyldunnar. Einn af ritstjórunum, áberandi varðandi trúmálaumfjöllun ýmis konar, maður sem kosið hefur að koma fram undir dulnefninu Essjay er svindilmenni. Kauði hafði kynnt sig til starfans sem prófessor í trúarbrögðum við ónefndan skóla en reyndist vera strákpjakkur sem m.a. studdist við heimildir sem Catholicism for Dummies og hafði ekkert almennilegt próf undir beltinu. Það sem meira var, hann hafði réttindi stjórnanda og bar sem slíkur vopn á klæði rifrildisseggja og eyddi út vandalisma ýmsum. Þó mátti kauði eiga að hann var víkingur til vinnu og leiðrétti og breytti sem óður væri.

Under the name Essjay, the contributor edited thousands of Wikipedia articles and was once one of the few people with the authority to deal with vandalism and to arbitrate disputes between authors.

To the Wikipedia world, Essjay was a tenured professor of religion at a private university with expertise in canon law, according to his user profile. But in fact, Essjay is a 24-year-old named Ryan Jordan, who attended a number of colleges in Kentucky and lives outside Louisville.

Mr. Jordan’s deception came to public attention last Monday when The New Yorker published a rare editors’ note saying that when it wrote about Essjay as part of a lengthy profile of Wikipedia, “neither we nor Wikipedia knew Essjay’s real name,” and that it took Essjay’s credentials and life experience at face value.

In addition to his professional credentials and work on articles concerning Roman Catholicism, Essjay was described in the magazine’s article, perhaps oddly for a religious scholar, as twice removing a sentence from the entry on the singer Justin Timberlake, which “Essjay knew to be false.”

Hvaða púsl er Essjay?

Einn af stofnendum Wikipediu, Jimmy Wales, reyndi aðgera sem minnst úr þessari vandræðalegu uppákomu og sagði allt í góðu að Essjay hefði siglt undir fölsku flaggi því hann væri maður vandaður og gegnheill að öðru leyti og sérlega duglegur enda hefði hann "editerað" meira en 20 þús greinar innan Wikípedíu. Ekki féll það í góðan jarðveg meðal annarra Wikiverja að sjálfur overboss skyldi verja kauða.

In a statement relayed through Wikipedia’s public relations officer, he [Wales] said that at that time, “Essjay apologized to me and to the community at large for any harm he may have caused, but he was acting in order to protect himself.

“I accepted his apology,” he continued, “because he is now, and has always been, an excellent editor with an exemplary track record.”

But the broad group of Wikipedia users was not so supportive. Mounting anger was expressed in public forums like the user pages of Mr. Wales and Essjay.
 

Síðan sá Wales reyndar að sér og sparkaði Essjayburt með skömm. Bar því við að hann hefði ekki gert sér grein fyrir alvarleika málsins: "...that my past support of Essjay in this matter was fully based on a lack of knowledge about what has been going on."

Svo hæstvirtur Wikiprófessor reyndist vera droppát úr local community college í Kentucky.

Og mórallinn í sögunni er: Þó Wikipedía sé snilld þá eru nokkur morkin epli inni á milli og því ber að brúka alfræðiorðabókina með varúð. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Takk fyrir upplýsandi og skemmtilega færslu. Já, það er fátt meitlað í stein í netheimum og varasamt að mynda sér skoðanir eftir greinum þar nema að bera sig undir nokkra álitlega heimildamenn fyrst.

Jón Steinar Ragnarsson, 7.3.2007 kl. 03:58

2 Smámynd: Þorvarður Ragnar Hálfdanarson

Takk fyrir það. Wikipedia er hreint brilliant fyrirbæri en það verður bara að muna eftir því að hún er einungis eins góð og þeir sem í hana rita. Anarkíið sem er þar er bæði hennar besti kostur og versti galli. Svo hafa reyndar talsmenn pólitíkusa unnið við að gljáfægja imynd húsbænda sinna á síðum Wikipediu svo er og um flest sem er tilfinningahlaðið innan orðabókarinnar. Allt þess háttar skyldi lesa með nokkurri varúð.

Þorvarður Ragnar Hálfdanarson, 7.3.2007 kl. 04:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband