Af kakkalökkum og hrófatildrum á Walter Reed...

Eins og aðrir hafa bent á þá var Kevin Kiley, æðstistrumpur heilbrigðismála hjá hernum látinn taka pokann sinn fyrir skandalinn á Walter Reed hermannaspítalanum. Hann fylgir því í fótspor Weightman og Harvey sem sparkað var í síðustu viku. Þeim er þó nokkur vorkun þó ekki ætli ég að taka upp hanskann fyrir þá. Walter Reed er gamall og hefur jafnvel staðið til að loka honum um nokkuð skeið. Spítalinn sem slíkur mun vera OK en vandamálið er hið mikla flæði særða hermanna sem streymt hafa frá átakasvæðum í Asíu, aðallega Írak. Hafa yfirvöld spítalans þurft að bregða á það ráð að leigja alls kyns húsnæði undir starfsemina til að hýsa hina særðu hermenn, m.a. afdönkuð og músétin hótel.

Þetta er ekkert nýtt og kollegi minn sem vann á spítala sjóhersins í San Diego eftir Víetnamstríðið man eftir svipuðu ástandi þar sem hermenn voru hýstir í hrófatildrum sem slegið var upp og voru varla vistarverur boðlegar mönnum og gekk fyrirbærið undir nafninu the Burma Row og var það hending að læknar höfðu tíma til að ganga þar stofugang. Þetta er samt ótæk þjónusta fyrir menn og konur sem send voru út af örkinni og hættu lífi og limum fyrir lélegan málstað.

Annars er heilbrigðskerfi bandarískra hermanna (Veterans Administration) nokkuð gott og sumir segja það með því betra sem gerist fyrir almenning í Bandaríkjunum og vonandi er að það batni enn frekar eftir að búið er að fletta ofan af þessum skandal þeirra á Walter Reed.


mbl.is Kiley hershöfðingi segir af sér vegna Walter Reed
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Er ekki bara að koma með súkkulaðisósu og búa til gómsæti úr kakkalökkunum? Þeir ku þykja góðir í sumum löndum. Rétt eins og Íslendingar eru að borða kvikindi á borð við humra og rækjur. Oj bara.

Ólafur Þórðarson, 23.3.2007 kl. 03:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband