Súkkulaðijesú...

Eitthvað hefur aðdragandi páskanna verið þeim kaþólikkunum erfiður. Fyrst var það auðvitað súkkulaðijesúsinn hans Cosimo Cavallaro sem hrelldi þá blessaða. Sjálfum fannst mér þetta hið sniðugasta uppátæki og sérlega páskalegt. Súkkulaðiegg, súkkulaðikanínur og súkkulaðijesús...

Súkkulaðijésús...

Eitthvað féll þetta í grýttan jarðveg og neyddist hann Cósímó til að aflýsa sýningunni á jésúsnum brúna og sæta.  Hann kvað jafnvel hafa fengið dólgslegar upphringingar frá kaþólikkum sem hótuðu honum lífláti og örgustu pínslum til eilífðarnóns við kolamokstur hjá þeim með klaufirnar, hornin og halann. Þar hefði nú súkkulaðijésúsinn orðið hæfur til drykkjar. Það var eins gott að ekki var um að ræða spámanninn Múhameð.

Nú, eftir að Cósímó hrokklaðist á brott frá NY með súkkulaðið, þá hafa víst aðrir boðist til að skjóta skjólshúsi yfir jesúsinn hans. Reyndar minnir þetta allt á lag Tom Waits, Chocolate Jesus.

 

Dont go to church on sunday
Dont get on my knees to pray
Dont memorize the books of the bible
I got my own special way
Bit I know jesus loves me
Maybe just a little bit more

I fall on my knees every sunday
At zerelda lees candy store

Well its got to be a chocolate jesus
Make me feel good inside
Got to be a chocolate jesus
Keep me satisfied

Well I dont want no anna zabba
Dont want no almond joy
There aint nothing better
Suitable for this boy
Well its the only thing
That can pick me up
Better than a cup of gold
See only a chocolate jesus
Can satisfy my soul

(solo)
When the weather gets rough
And its whiskey in the shade
Its best to wrap your savior
Up in cellophane
He flows like the big muddy
But thats ok
Pour him over ice cream
For a nice parfait

Well its got to be a chocolate jesus
Good enough for me
Got to be a chocolate jesus
Good enough for me

Well its got to be a chocolate jesus
Make me feel good inside
Got to be a chocolate jesus
Keep me satisfied

Ekki var hann Waits nú brenndur fyrir það lagið. 

Þegar kaþólskir voru um það bil að jafna sig þá urðu þeir þess áskynja að í Chicago var búið að stilla upp pappajésús í líki Barack Obama. Obama sver af sér tiltækið enda veit ekki á gott að eggja trúaða Bandaríkjamenn til ergelsis, svona rétt fyrir kosningar. 

David Cordero, 24, made the sculpture for his senior show after noticing all the attention Obama has received since he first hinted he may run for the presidency.

"All of this is a response to what I've been witnessing and hearing, this idea that Barack is sort of a potential savior that might come and absolve the country of all its sins," Cordero said. "In a lot of ways it's about caution in assigning all these inflated expectations on one individual, and expecting them to change something that many hands have shaped."

Obamajésús

Þessi jesúsinn mun víst ennþá vera til sýnis en hver veit hve lengi svo verður.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Loksins, loksins!

Hlynur Þór Magnússon, 3.4.2007 kl. 01:38

2 Smámynd: Þorvarður Ragnar Hálfdanarson

Jammogjæja...

Komst loksins til að blogga. Barnauppeldi, húsnæðisleit, vinnustaðaskipti og rannsóknaskark skilur ekki eftir mikinn tíma til bloggs... 

Þorvarður Ragnar Hálfdanarson, 3.4.2007 kl. 01:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband