14.4.2007 | 04:23
Svo skírlífiskennsla virkar ekki eftir allt saman...
Ekki blæs byrlega fyrir stuðningsmönnum skírlífiskennslu hér vestra. Sú staðreynd að unglingar stundi kynlíf hefur lengi verið Bush & Co. þyrnir í augum og hafa þeir ausið allnokkru fé til skírlífiskennslu. Hafa jafnvel talið þetta mun mikilvægara en almenna fræðslu um kynlíf því slíkt segja strangtrúaðir að ýti undir stóðlífi ungmenna.
Það þarf ekki að koma skyni gæddum og heilskyggnum mönnum á óvart að slík kennsla hafi ekki skilað tilætluðum árangri. Nú hefur það verið staðfest með rannsóknum. Krakkaormarnir eru alveg jafn líklegir til að stunda kynlíf hvort sem þeir fá skírlífiskennslu eður eigi. Væri ekki nær að kenna þeim um kynlíf svona almennt, þ.e.a.s. hvað ber að varast og hvernig ber að verja sig?
Students who took part in sexual abstinence programs were just as likely to have sex as those who did not, according to a study ordered by Congress.
Also, those who attended one of the four abstinence classes that were reviewed reported having similar numbers of sexual partners as those who did not attend the classes. And they first had sex at about the same age as other students, 14.9 years, according to Mathematica Policy Research Inc.
The federal government now spends about $176 million annually on abstinence-until-marriage education. Critics have repeatedly said they don't believe the programs are working, and the study will give them reinforcement.
However, Bush administration officials cautioned against drawing sweeping conclusions from the study. They said the four programs reviewed among several hundred across the nation were some of the very first established after Congress overhauled the nation's welfare laws in 1996.
Nú er spurning hvort stjórnvöld herði sig ekki enn frekar. Til dæmis með því að kaupa títaníum skírlífisbelti fyrir öll ungmenni á skólaaldri.
Athugasemdir
Tja, ætli vandamálið sé ekki ólæsi Bush og félaga. Sjálft hefur forsetafíflið lýst því yfir að hann lesi aldrei, í hæsta lagi líti aðeins yfir fyrirsagnirnar í blöðum. Birtar rannsóknir hafa því lítil áhrif.
Annars er ánægjulegt að heyra alltaf sífellt meira af svona frábærum vísbendingum um að liðið sé aðeins að vakna þarna vestanhafs.
Hjalti Már Björnsson, 14.4.2007 kl. 22:23
Takk fyrir þetta . Iacocca vandar aulanum ekki kveðjurnar. Það er ánægjulegt að sjá að í BNA er mikil pólitísk undiralda og geysiöflug ekki-Fox pressa. Það tekur nokkra stund að komast inn í þetta en því meira sem ég les af óháðu pressunni því sannfærðari verð ég að enn er von hér vestra (sem ég vona því ég er ekkert á förum héðan í bráð...).
Þorvarður Ragnar Hálfdanarson, 15.4.2007 kl. 03:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.