16.4.2007 | 04:58
Af górillum og flatlúsum...
Svo menn fengu flatlúsina frá górillum. Það liggur við að maður vilji ekki vita meira... Vísindamenn hér vestra (sem vafalítið höfðu nægan tíma aflögu) hafa nú sýnt fram á að flatlúsin góða er upphaflega komin frá hinum loðnu og stórbeinóttu ættingjum okkar, górillunum. Þetta var sýnt fram á með erfðafræðilegum rannsóknum og munum við frændurnir hafa skipst á þessum leiðu meindýrum fyrir um 3 milljónum ára. David Reed sem starfar við Florida Museum of Natural History í Gainesville leysti þessa gátu um uppruna lúsarinnar.
He and his colleagues compared the DNA sequences from two genes in various lice and calculated when the different species appeared. As expected, human and chimp Pedicululus (head lice) began to diverge about the same time as hominids and chimps started down independent evolutionary paths, about 6 million years ago. The gorilla and pubic lice (both Pthirus species) split just 3.5 million years ago...
Heimild: Science
Þetta er reyndar ekki eins slæmt og það leit út fyrir að vera í fyrstu. Sennilega fengum við mennirnir þetta af því að við annað hvort átum þessa geðþekku frændur okkar eða sváfum í bóli þeirra.
Rather than close encounters of the intimate kind, researchers explained humans most likely got the lice, which most commonly live in pubic hair, from sleeping in gorilla nests or eating the apes.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.