19.4.2007 | 04:02
Vín með matnum...
Það var svo sem auðvitað að Minnesótabúar færu að krefjast þess að maður geti keypt áfengi í Hagkaupum þegar maður er í þann mund að flytjast úr the Peoples Republic of Minnesota. Ég hef bölvað því síðastliðin 4 ár að geta ekki keypt mér léttvín með matnum í matvörubúðinni minni. Minnesota hefur nefnilega e.k. Ríki. Þ.e.a.s. sérstakar áfengisbúðir sem starfa undir ströngum skilyrðum (sem þó eru mun rýmri en á Íslandi). Það er svo sem ekki hægt að kvarta mikið undan þeim búðunum þar sem úrval er alla jafna gott, verði stillt í hóf og opnunartími þolanlega rúmur. Það er þó irriterandi að hugsa til fákeppninnar og þess að ekki sé hægt að kaupa eina hvíta með sunnudaxlaxinum hafi maður ekki verið forsjáll og verslað daginn áður.
Wine With Dinner eru samtök sem krefjast þess að mér og öðrum Minnesótröftum verði gert kleift að kaupa vín útí búð. Vonandi gengur þeim allt í haginn. Þetta snertir mig svo sem ekki mikið því innan 3ja mánaða verð ég fluttur í annað ríki í nágrenninu með rýmri löggjöf. Þar selur kaupmaðurinn á horninu eðalvín fram á nótt og það þykir hinn eðlilegasti hlutur. Mér sýnist sem við Íslendingar þurfum svipuð samtök til að berjast gegn afturhaldsöflunum sem meina okkur um eðlilegan aðgang að hollri nauðsynjavöru. Fyrr kem ég ekki aftur til Íslands...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.