19.4.2007 | 04:38
Ich habe genug...
Jæja, loksins hafðist það. Mér tókst að koma kantötu allra tíma inn á spilarann. Þetta er hin tímalausa upptaka Hans Hotter og Philharmonia Orchestra undir stjórn Anthony Bernard en bók Penguin um klassíska geisladiska kallar þetta "One of the greatest cantata performance ever". Upptakan var gerð árið 1950 eða fyrir 57 árum og að mínu mati er ekki að finna betri útgáfu þó Lorraine Hunt Lieberson heitin komist nærri Hans Hotter. Kannski er þetta bara ég en það er eitthvað svo sérlega heillandi við bæði sönginn og spileríið svo jafnvel hundheiðnir menn sem ég hrífast með...
Athugasemdir
ég er þess fullviss að Guð hafi sungið í gegnum Hans á þessum tónleikum, öskrandi snilld og örugglega búið að setja upp styttu af honum í fæðingarbænum Offenbach am Main
Jóhann R Guðmundsson, 20.4.2007 kl. 11:36
Vondur hárdagur hjá Hotter...
Þorvarður Ragnar Hálfdanarson, 27.4.2007 kl. 03:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.