Spilar skurðlæknirinn þinn tölvuleiki...?

Ef ekki - þá ættirðu kannski að leita annað. Rakst á merkilega grein í skurðlæknariti en slík rit les ég frekar sjaldan. Einhverjum datt í hug að stúdera það sem mig hefur lengi grunað - það að vaxandi tölvuleikjanotkun getu að lokum skilað fram nýrri kynslóð skurðlækna sem eru bæði sneggri og fingrafimari. 

Rannsóknin var einföld og svo sem ekki alveg laus við annmarka. Sniðug þó. Þrjátíuogþrír skurðlæknar voru spurðir um tölvuleikjaspilerí og síðan var fylgst með þeim í e.k. skurðaðgerðahermi (Rosser Top Gun Laparoscopic Skills and Suturing Program) þar sem þeir leystu ýmis verkefni sem kröfðust sérstakrar nákvæmni og fingrafimi. Viti menn, spilaglaðir skurðlæknar báru af hinum og nú velta menn því fyrir sér hvort tölvuleikjaspil eigi að vera hluti af námi skurðlækna. 

"Training curricula that include video games may help thin the technical interface between surgeons and screen-mediated applications, such as laparoscopic surgery," the authors conclude. "Video games may be a practical teaching tool to help train surgeons."

Skurðlæknar í sérnámi...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann R Guðmundsson

Alveg stórmerkileg tídindi, líka áhugavert med tölvuleiki og kírúrga,

thú ert sem sé ad laumast í Archives of Surgery!!!!  

Akveg rétt med fingrafimina, mér lídur oft eins og ég sé í tölvuspili inní auganu, litlir marginalar, nota alla útlimi vid idjuna og alvarlegar afleidingar ef e-r fer mis.  Thú hefur nú samt alltaf verid mjög fimur med hvers kyns stetóskóp etc og thad leynist kírúrg í thér.

Önnur athyglisverd grein birtist nýlega hvar ég man ei en hún sýndi nidurtödur um ad kírúrgar vaeru myndarlegri en medicinerar, e-d sem madur á erfitt ad sjá ef madur telur ekki med menn eins og Orra eda Jón Ívar, Orri thó med miklu minna höfud en Jón sem er med mjög stóran haus (bara smá paeling)

Jóhann R Guðmundsson, 27.4.2007 kl. 07:55

2 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Dr. Þorsteinn Jóhannesson kírúrg og yfirlæknir á Ísafirði hefur talist fremur myndarlegur ...

Hlynur Þór Magnússon, 29.4.2007 kl. 02:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband