6.5.2007 | 04:22
Eru sannkristnir litnir hornauga í bandarískum háskólum...?
Það hefur lengi loðað við ameríska háskóla að þeir séu nokkuð meira liberal en gengur og gerist meðal ameríkana og það er vel. Nú hefur einnig borðið nokkuð á því að sannkristnir evangelistar kvarti undan því að háskólaprófessorar líti niður til þeirra og geri jafnvel lítið úr þeim. Hvað mikið er til í því veit ég ekki því að í mínu fagi er gjarnan lítið rætt um trú og ég varast það sem heitan eldinn að fara inn á þann hála ís er kemur að mínum nemendum. Þó hundheiðinn sé þá finnst mér ekki rétt að koma þeirri heimspeki yfir á aðra.
The case has fueled accusations by conservative groups that secular university faculties are dominated by liberals who treat conservative students, particularly evangelical Christians, with intellectual condescension or worse.
"On many campuses, if you're an evangelical Christian, you're going to have to go through classes in which you're told that much of what you believe religiously is not just wrong, but worthy of mockery," said David French, a lawyer with the Alliance Defense Fund, which sued Missouri State on Brooker's behalf.
Heimild: Washington Post
Hvað er annars til í þessu? Sennilega ekki eins mikið og sumir vilja vera láta. Nýlega hafa verið gerðar tvær skoðanakannanir á háskólakennurum hér vestra og ólíkt því sem margir hafa haldið fram, þá er ekki um að ræða trúleysingja upp til hópa. Það breytir því ekki að maður á að ganga hljótt um helgidóm annarra og ég held að í flestum tilfellum (nema kannski í þróunarfræðum) geti maður sinnt sinni kennslu án þess að þurfa að móðga eða særa hina sannkristnu. Það vekur reyndar athygli að háskólakennarar voru líklegri til að líta evangelíska kristna hornauga frekar en aðra trúarhópa. Vafalítið er það að nokkru leyti vegna hins kósý sambnds þeirra við ráðandi öfl í Bandaríkjunum.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.