Kaffi og krabbamein...

Var að kíkja í blöðin. Sá þar grein um kaffi og lifrarkrabba. Svo virðist sem vér kaffidrykkjumenn séum í minni hættu á að fá þann leiða krabba. Sem forfallin kaffisvelgur þá fylgist ég grannt með öllum slíkum kaffivísindum og leiði að sjálfsögðu hjá mér allar þær vísindagreinar sem segja kaffi óhollt.

Þess utan lítur allt út fyrir að vín og dökkt súkkulaði geti bætt mannsins heilsu. Hver veit nema ef maður sameini þetta þrennt, þ.e. kaffi, súkkulaði og vín, þá komist maður hjá því að fara út að hlaupa...

Er kaffi gott fyrir hjartað?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann R Guðmundsson

ég samgleðst sjálfum mér, mannkyni öllu en mest þó þér  kæri ven þegar ég les þetta, sé þig fyrir mér sitjandi á heimilinu í silkisloppnum með kaffi, dökkt súkkulaði og rauðvínsglas hlustandi á Schubert píanósónötu frá hnignunartímabili hans með fagtímarit í hendi kannske í létt melankóliskum anda.

Jóhann R Guðmundsson, 10.5.2007 kl. 13:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband