Tökum af þeim ómetið...

Spurt er: Ef íbúar ákveðins borgarhluta eða hverfis eru farnir að þyngjast um of, er þá rétt og gott að taka af þeim skyndibitastaðina.

Þetta er spurning sem yfirvöld Suður Los Angeles hafa spáð í því uggvænlega margir íbúar þess ágæta borgarhluta eru orðnir rúnnaðri en gott og hollt getur talist.  Nú er ég ekki viss um hvort þetta sé gott. Vissulega er heilsuvernd af hinu góða en sennilega á mönnum að vera það í sjálfsvald sett hvort þeir éta á sig óþrif og sjúkdóma. Ekki fárumst við við áhættuhegðun svona almennt nema ef hún stofnar heilsu samborgaranna í hættu (og á ég þar aðallega við reykingar á almannafæri sem eins og skyni gæddir og glöggskyggnir menn vita að eru hættulegar heilsu þess sem ekki reykir - sama hvað frjálshyggjutittir í áhrifastöðum kunna að segja).

Reyndar er ekkert að því að banna skyndibitastaði í fallegum hverfum af fagurfræðilegum ástæðum því þessi fyrirbæri eru jafnan með afbrigðum ljót og ósmekkleg.

Svo er bara að fara að snúa sér að því óæti sem börnum amerískum er boðið upp á í skólum en þau verða og rúnnaðri en gott þykir... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband