15.9.2007 | 04:01
Hjólreiðar eru ekki samgöngumáti og fjárveitingar til þeirra geta jafnvel valdið því að brýr hrynji...
Það er ekki einleikið hvað G.W. Bush hefur tekist að ráða marga amlóða og kjána í áhrifastöður. Kjáni sumarsins (og er samkeppnin hörð) er hugsanlega samgönguráðherra stjórnarinnar, Mary Peters sem lét þau orð falla í sjónvarpsþætti nýlega að jafnvel mætti rekja hrun brúarinnar í Minneapolis í síðasta mánuði til þeirrar staðreyndar að of miklu fé væri varið í göngu- og hjólreiðastíga. Þess utan telur hún allar þær brautir sem ekki eru beinlínis gerðar fyrir reykspúandi bensínháka ekki teljast til umferðaræða. Þetta finnst mér hið athyglisverðasta mál en ég fer einmitt til og frá vinnu á reiðhjóli og gæti vel hugsað mér fleiri hjólreiðastíga.
The Minneapolis bridge collapse on Aug. 1 led Secretary of Transportation Mary Peters to publicly reflect on federal transportation spending priorities and conclude that those greedy bicyclists and pedestrians, not to mention museumgoers and historic preservationists, hog too much of the billions of federal dollars raised by the gas tax,transportation money that should go to pave highways and bridges. Better still, Peters, a 2006 Bush appointee, apparently doesn't see biking and walking paths as part of infrastructure at all.
Augjóslega vakti þetta mikla reiði meðal hinna fjölmörgu reiðhjólandi Bandaríkjamanna og varð m.a. til þess að formaður the League of American Bicyclist skrifaði henni frekar beinskeytt bréf sem að sjálfsögðu var einnig gert opinbert og bendir hann þar m.a. á þá staðreynd að einungis einu prósenti fjárframveitinga til samgangna sé varið til gerðar og viðhalds göngu- og hjólreiðastíga þrátt fyrir að um 10% fólks fari ferða sinna annað hvort gangandi eða hjólríðandi (nokkuð hærra hlutfall en mig grunaði). Og ekki bara það, heldur bendir hann einnig á að yfirvöld hafi ósjaldan ekki tekist að eyða þeim upphæðum sem ætlaðar voru til brúarviðhalds og bygginga og þeim fjárhæðum hafi verið skilað aftur til Wahington.
You did not point out the huge sums of money that states have been allocated for bridge projects over the years but they have failed to spend. Indeed, states have returned to Washington hundreds of millions of unspent bridge program dollars as part of recent rescissions ordered by the Congress.
Það var því helvítis hjólreiðapakkinu að kenna að brúarræksnið hrundi...
Athugasemdir
Heill og sæll kæri vin!
Ávalt er skemmtilegt að lesa það sem hrýtur úr sarpi þínum.
Ég fékk skondið orð í hausinn þegar ég var að glugga í bloggið um reiðhjólamennina reiðu (og allt hitt sem þarna stóð).
En orðið er einmitt "reiðhjólamaður" sem er jú reiður maður á hjóli:
Schnilld ekki satt?
Kveðjur,
Árni Jón.
Árni Jón Sigfússon (IP-tala skráð) 18.9.2007 kl. 16:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.