22.9.2007 | 02:54
Fleiri en síminn með jésúlegar auglýsingar...
Sá þessa frétt á BBC en hún fjallar um nokkuð umdeilda auglýsingu belgísku sjónvarpsstöðvarinnar Plug TV. Jésú bregður sér af bæ og skellur sér á lókalbarinn. Breytir ósamvinnuþýðum dyravörðum (fantasíum) í dverga og frekar ósjálegum konum í girnilegar gellur. Staupar sig á viskýi en er svo tekinn í bakaríið af karli föður sínum uppá himnum.
Hvor hefur nú betur, Jón Gnarr eða Belgarnir...?
Athugasemdir
Þetta er flott blogg, var að uppgötva það. Skemmtilegt - já skemmtilegt...þurfa ekki blogg einmitt að sýna einhvern karakter?
Þessi belgíski Jesú er nokkuð góður og auðvitað sinnir sá góði Guð uppeldishlutverki sínu og skammar djöfsa! Annars finnst mér hann ganga full langt í að skömmunum, mætti tileinka sér betur boðorð sín og flagga umburðarlyndi. En blessaður - hvernig átti hann að vita að cameran var einmitt á honum á þessu augnabliki...
og svona er nú það
Benóný Jónsson (IP-tala skráð) 22.9.2007 kl. 03:30
Þakka hólið - mér þykir það gott. Já, hann Guð lét guttann finna til tevatnsins en verst að ég skil ekki þarlent tungumálið og reiði mig því á þýðingu BBC. Ekki einusinni Hann vei hvenær auga mundavélarinnar gónir á hann.
Þorvarður Ragnar Hálfdanarson, 22.9.2007 kl. 03:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.