Nú er ekki einu sinni hægt að brenna þá lengur...

Það var alltaf sagt að hinn venjulegi Ameríkani hefði innbyrt svo mikið magn rotvarnarefna að hann myndi ekki rotna að lokinni jarðsetningu. Nú virðist sem ekki sé heldur hægt að brenna þá. Samkvæmt nýlegri grein innihalda bandarískir kroppar nefnilega mun meira af eldletjandi efnum en evrópskir.

The old joke was: Americans eat so many preservatives, our corpses will never rot. Now, it turns out they won’t burn either. Americans’ bodies have the world’s highest concentration of the flame retardant polybrominated diphenyl ethers (PBDE)—10 to 40 times higher than Europeans—and our chemical burden is doubling every 3 to 5 years.

Hér mun fyrst og fremst vera um að ræða efni sem kallast PBDE eða fljölbrómaður díetýleter en efnin þau eru skyld hinu illræmda PBC og þykja ógóð til neyslu. PBDE er að finna í öllum fjáranum, allt frá gólfteppum til tölvubúnaðar eða hvar sem industríið telur viðeigandi að brúka eldletjandi efni. Sum þessara efna eru þekktir sjúkdómavaldar en sluppu inn bakdyramegin fram hjá lögum og reglugerðum hér vestra árið 1976.

PBDEs, like 62,000 other chemicals grandfathered in by the 1976 Toxic Substances Control Act, never underwent an approval process. In 2006, the Government Accountability Office found that the EPA* “does not routinely assess the human health and environmental risks of existing chemicals and faces challenges in obtaining the information necessary to do so. … Even when EPA has toxicity and exposure information,” it has had difficulty demonstrating risks or pursuing limits or bans on production and use. In 31 years, the EPA has required testing for fewer than 200 grandfathered chemicals.

       * EPA: U.S. Environmental Protection Agency

Annars hefur það lengi verið álitið að uppsöfnun þrávirkra eiturefna valdi einhverju af þeirri aukningu sem sést hefur á krabbameinum, sérstaklega í landbúnaðarhéruðum BNA. Það er því alveg merkilegt að ekki hafi tekist að rannsaka betur þann aragrúa efna sem slapp í gegnum nálaraugað 1976.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband