Barracuda...

Hér er ein skemmtileg músíksaga með pólitísku ívafi. Eins og menn kannski hafa tekið eftir þá var Sarah Palin kölluð Sarah barracuda er hún var í körfunni hér um árið. Barracuda er nokkuð skuggalegur og grimmur fiskur en Sara ku hafa verið harðskeytt á vellinum.

Nú hafa repúblíkanar tekið Söru barrakúdu upp á sína arma sem allir vita og á nýafstöðnu þingi Repúblíkana þá var 1977 hinn vel þekkti smellur hljómsveitarinnar Heart, Barracuda, spilaður eftir ræðu McCain.

Nú hafa söngkonur Heart farið fram á að Repúblíkanar hætti að nota lag þeirra og segja að Palin endurspegli á engan hátt skoðanir amerískra kvenna. Þær eru ekki einar um þetta því bæði John Mellencamp og Van Halen hafa farið fram á að McCain hætti að nota lög þeirra á samkomum og í auglýsingaskyni.

"Sarah Palin's views and values in NO WAY represent us as American women. We ask that our song 'Barracuda' no longer be used to promote her image. The song 'Barracuda' was written in the late '70s as a scathing rant against the soulless, corporate nature of the music business, particularly for women. (The 'barracuda' represented the business.) While Heart did not and would not authorize the use of their song at the RNC, there's irony in Republican strategists' choice to make use of it there."

 Palin með ónefndan andstæðing í takinu...

 

 

 

 

 

 

 

Hér er svo lag Heart...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband