Er kvikasilfur í þínum heilsujurtum...?

Það er ekki án áhættu að hella sér út í heilbrigt líferni og brúka alls kyns náttúrulækningameðul. Nýleg rannsókn í tímariti amereríska læknafélagsins, JAMA, hefur leit í ljós að allt að fimmtungur indverskra ayurvedic náttúrulyfja innihalda kvikasilfur, blý og arsenik en umrædd efni eru allt annað en heilsusamleg. Það sem verra er, ef marka má auglýsingar framleiðenda þá voru um 3/4 af þeim lyfjum er innihéldu þessi miður hollu efni framleidd samkvæmt "Good Manufacturing Practices" eða þeim gæðastöðlum er lagðir eru á framleiðslu náttúrulyfja í Bandaríkjunum (og fáir fara víst eftir...).

Að því að mér skilst þá er Þýskaland eitt af fáum löndum sem krefst þess að náttúrulyf séu framleidd samkvæmt ströngum gæðastöðlum og kannski er öruggast að kaupa slíkt þar.

Indverskt náttúrumeðal...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband