Fær Sarah Palin sérmeðferð í fjölmiðlum...?

Nú fara kappræður frambjóðenda senn að hefjast og er mikil spenna í mönnum. McCain og Obama munu takast á af hörku í frjálsri aðferð, þ.e. tekist verður á án þess að allt sé skrifað og ákveðið fyrir fram.

Augljóst er að Repúblíkanar treysta Söru ekki vel til að takast á við harðjaxlinn og orðhákinn Biden sem augljóslega hefur mun meiri reynslu. Kappræður varaforsetaefnanna munu hafa mun strangari leikreglur með styttri og einfaldari spurningum og minni tíma til andsvar. Auk þess verður minna um tækifæri til "freewheeling" þar sem menn (og konur) takast á án handrits í intellektúal akróbatík. Vonandi er þetta bara orðrómur því að við eigum skilið að sjá frambjóðendur tala án handrits.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, hún fær sko sér meðhöndlun. Það er ekki smuga að karlmaður í sömu stöðu yrði vafinn í bómullarhnoðrana sem hún hefur verið í síðan á aðalfundinum í gamla góða Saint Paul. Það er ekkert skrítið við áhugann á henni strax eftir að tilkynnt var að hún yrði vara forsetaefnið. Það er reyndar það sem Repúblikarnir vildu. Gagnrýni Repúblikana, serstaklega kvenna, að það hafa verið farið svo illa með Palin eftir tilkynninguna að það sé ekki nema von að henni sé haldið frá fjölmiðlun er ótrúlega öfugsnúin. Farðu nú að koma þér í heimsókn svo við getum rætt pótitík af einhverju viti.

Katrin Frimannsdottir (IP-tala skráð) 26.9.2008 kl. 01:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband