2.10.2008 | 02:53
Best of Sarah Palin...
Það er ekki úr vegi að rifja upp nokkur gullkorn the hockey mom í tilefni þess að senn mun hún takast á við Biden í varpinu. Það er hverjum heilskyggnum manni ljóst að Sarah er allsendis ófær um að taka að sér starf varaforseta og ef einhver er enn í vafa, þá vinsamlega hlustið á viðtöl hennar við Katie Couric í vikunni. Það hríslast um mann kjánahrollurinn - aftur og aftur. Meira að segja Kathleen Parker á National Review Online (sem seint verður talinn vinstrisinnaður miðill) er búin að fá nóg.
No one hates saying that more than I do. Like so many women, Ive been pulling for Palin, wishing her the best, hoping she will perform brilliantly. Ive also noticed that I watch her interviews with the held breath of an anxious parent, my finger poised over the mute button in case it gets too painful. Unfortunately, it often does. My cringe reflex is exhausted.
Góða grein er að finna á Slate í dag um miður góða frammistöðu hennar og þó Slate sé kannski heldur oftar hallandi til vinstri þá er þar oft að finna beittar og vel skrifaðar greinar sem gagnrýna fyrirmenn beggja flokkanna. Augljóst er að margir eru uggandi yfir þeim möguleika að Palin vermi toppsætið í húsinu hvíta. Maður verður að efast verulega um dómgreind McCain og í ljósi sérkennilegra ummæla hans um ýmis málefni síðastliðnar vikur þá veltir maður því fyrir sér hvort eitthvað af ryki sé farið að setjast á harða diskinn í kolli hans. Eins og einhver sagði: Be afraid, be very afraid...
Að lokum og sem útskýring á titli færslunnar...
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 3.10.2008 kl. 04:29 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.