25.10.2008 | 17:00
Palin/Bachmann 2012...
Þetta er súrasta tillaga ársins. Einhver vit(fir)ringur á hægri vængnum hefur fengið þá bráðsnjöllu hugmynd að tefla fram tveimur konum í forsetakosningunum 2012. Það er ekkert nema gott um það að segja að hafa 2 konur í framboði - - svo lengi sem ekki er um að ræða Sarah Palin og Michele Bachmann.
Bachmann þessi var þar til nýlega frekar lítt þekktur þingmaður Repúblíkana frá Minnesota og þekktust fyrir mjög svo afturhaldssinnaðar skoðanir, ofsakristni og það að slefa á kinnina á George Bush. Hún stendur þessa stundina í kosningabaráttu í heimahéraði sínu og gekk tiltölulega vel þar til hún kom fram hjá Chris Matthews í Hardball. Þar endurtók hún nokkrum sinnum að Obama hefði anti-american views. Svo klykkti hún út með að segja að fjölmiðlar ættu að rannsaka þingið og sjá hverjir væru anti-american. McCarthy all over again...
Augljóslega var þetta frekar ósmart að segja og hefur allt snúist í höndum hennar eftir þetta og hún tapað öruggu forskoti sínu. Meira að segja Repúblíkanaflokkurinn hefur afneitað henni og skorið á fjárveitingar til baráttu hennar meðan andstæðingurinn rakar inn dollurum til sinnar baráttu. Bachmann hefur reynt að bera í bætifláka fyrir hin kengbiluðu ummæli sín en fáir hlusta nema þeir sem eru á sömu bizarre bylgjulengd og hún. Manneskjan er snarbiluð og ef einhver er anti-american þá er það hún. Megi hún hverfa af pólitísku yfirborði Minnesota.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.