Ég vissi það...

Hver veit nema að hér sé komin fyrsta staðfestingin á því sem ég hef haldið fram síðan ég hóf að taka þessi endalausu amerísku krossapróf. Það er, að oft er fyrsta svarið sem kemur upp í huganum það rétta. Oftar en ekki hef ég nagað mig í handarbökin fyrir að hafa "leiðrétt" það sem ég taldi fljótfærnisleg svör þegar ég hef komist að því að hið "betur" ígrundaða svar reyndist rangt.

Sagt er frá rannsókn á vef BBC þar sem þátttakendur í rannsókn stóðu sig þeim mun betur sem minni tími var til umhugsunar. 

"University College London found making subconscious snap decisions is more reliable in certain situations than using rational thought processes.

Participants in the study were given a computer-based task and performed better when they were given less time to make their decisions."

Hvað var það nú annars sem ég vildi segja?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Katanesdýrið kallar sig

eitt karlmenni´ í Vesturálfu.

Tekst ekki par að plata mig;

á prakkarasvipnum kenni ég þig

og ættar-svipmóti sjálfu.

Heill og sæll, Þorvarður, og til hamingju með þitt prólifíska, fríska blogg. Gangi þér vel í skrifunum!

Jón Valur Jensson, 10.1.2007 kl. 02:53

2 Smámynd: Þorvarður Ragnar Hálfdanarson

Þakka innlitið kæra hirðskáld...

Þorvarður Ragnar Hálfdanarson, 10.1.2007 kl. 05:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband