10.1.2007 | 05:45
Tortímandi leggur til atlögu við meingallað heilbrigðiskerfi
Nú mega menn fara að gæta sín. Tortímandinn sjálfur sem upp á ensku hefur verið kallaður The Terminator en gegnir nafninu Schwarzenegger Ríkisstjóri á tyllidögum, hefur lagt til atlögu við heilbrigðiskerfi Kaliforníu. Hyggst hann snúa öllu á hvolf og jafnvel sinna þeim er minna mega sín. Öðru vísi mér áður brá. Ekki hefi ég enn nennt að setja mig inn í þessar breytingar enda ekki mitt heimahérað og ég þess utan svo heppinn að vinna á stofnun sem lætur sér annt um starfsfólk sitt og sér þeim fyrir almennilegum heilsutryggingum. Stór hluti Bandaríkjamanna, alltof stór hluti, er ekki svo heppinn og Kalifornía hefur ekki farið varhluta af þeirri ólukku að sitja uppi með gríðarlegan fjölda ótryggðra, ekki síst vegna aragrúa ólöglegra innflytjenda, en einn fimmti íbúa ríkisins er án trygginga.
"Schwarzenegger's plan, which he publicly unveiled at noon, would require employers with 10 workers or more to buy insurance for their workers or pay a fee of 4% of their payroll into a program to help provide coverage for the uninsured."
Augljóslega munu framkvæmdir sem þessar kosta sitt og líklegt er að margur muni setja sig upp á móti þessum áformum. Meðal annars mun ætlast til að vinnuveitendur, læknar og sjúkrahús beri hluta kostnaðarins ef marga má fréttaskýringar New York Times.
"The plan, which Mr. Schwarzenegger estimated would cost $12 billion, calls for many employers that do not offer health insurance to contribute to a fund that would help pay for coverage of the working uninsured. It would also require doctors to pay 2 percent and hospitals 4 percent of their revenues to help cover higher reimbursements for those who treat patients enrolled in Medi-Cal, the states Medicaid program."
Við fyrstu sýn virðast þessi áform hreint ekki galin og er það mér til nokkurrar hissu að komast að því að ég geti stundum verið sammála Repúblíkönum. Jæja, ég er nú sosum ekki búinn að lesa mér nægilega til...
Hver leggur þó í Tortímandann er hann er kominn í ham...?
Hasta la vista, baby!
Flokkur: Heilsufar og mannamein | Breytt s.d. kl. 05:52 | Facebook
Athugasemdir
Sammála repúblikönum? Mér sýnist Schvarzenegger einmitt vera að koma sér út úr þeim félagsskap - eða kannski að skapa sér sérstöðu þar og höfða til annarra hópa. Austurríski tortímandinn í forsetaframboð?
Hlynur Þór Magnússon, 10.1.2007 kl. 08:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.